fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Hélt námskeið á Íslandi en situr nú í fangelsi – Dæmdur til að greiða 12 milljarða í síðustu viku

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Young, höfundur metsölubókarinnar The ph Miracle, hefur verið dæmdur til að greiða konu að nafni Dawn Kali 105 milljónir Bandaríkjadala, rúma 12 milljarða króna.

Young þessi hefur meðal annars komið til Íslands og haldið námskeið um hið svokallaða „ph-kraftaverk“. Það gerði hann árið 2010 og kostaði námskeiðið, sem var frá 9-18, 39.000 krónur.

Í bók sinni reyndi Robert að færa rök fyrir því að koma mætti í veg fyrir alvarlega sjúkdóma, krabbamein til dæmis, með því að neyta basískrar fæðu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Robert lendir í vandræðum vegna hugmynda sinna en hann fékk fangelsisdóm í fyrra fyrir að stunda lækningar án þess að hafa til þess tilskilin leyfi.

Í síðustu var kveðinn upp úrskurður í stefnu Dawn Kali gegn Robert. Konan fylgdi leiðsögn Roberts og neytti til að mynda matarsóda í stórum stíl í þeirri von að brjóstakrabbamein sem hún greindist með myndi hverfa. Vonaðist hún til að aðferðirnar sem Robert mælti með myndu koma í veg fyrir að hún þyrfti á lyfja- og geislameðferð að halda.

Eins og kannski við var að búast bar meðferðin engan árangur og er nú svo komið að Dawn, fjögurra barna móðir, er alvarlega veik með krabbamein á fjórða stigi.

Dawn sakaði Robert um vanrækslu og féllst kviðdómur á þau rök hennar eftir að hafa rætt málið í aðeins þrjár klukkustundir. „Ég vona að þetta sendi þau skilaboð að hann muni aldrei geta hagnast á því að skaða aðra,“ sagði hún.

San Diego Tribune greinir frá því að Young sé verulega ósáttur við málalyktir. Dawn hafi vitað allan tímann að hann væri ekki læknir og starfaði ekki sem slíkur og þá finnst honum skrýtið að hún hafi fengið hærri bætur en hún fór fram á.

Læknir Dawn segir að hún eigi líklega þrjú til fjögur ár eftir.

Á námskeiðinu hér á landi sem var haldið árið 2010 átti fólk að læra um ýmislegt varðandi sjúkdóma og mataræði. „Þú lærir hvað orsakar krabbamein, sykursýki og háan blóðþrýsting og hvernig á að snúa því ástandi við,“ sagði meðal annars í lýsingu á viðburðinum á sínum tíma.

Í júlí 2017 skrifaði Brynjar Örn Ellertsson lífefnafræðingur áhugaverða grein á vef Kvennablaðsins þar sem hann gagnrýndi starfshætti Roberts harðlega.

„Það er ekki hægt að breyta sýrustigi líkamans né blóðsins með mataræði. Maðurinn (Young) sem gerði þetta frægt situr núna í fangelsi og þær kenningar sem hann heldur fram eru kjaftæði. Þeir sem selja basískar matvörur og halda því fram að þær hafi áhrif á sýrustigs blóðsins eru í versta falli lygarar og í besta falli kjánar. pH/basískt/Alkalískt fæði er kjaftæði frá A til Ö!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu