fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Lést átta árum eftir örlagafulla áskorun frá félögunum

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvöld eitt árið 2010 sat Sam Ballard, þá 19 ára piltur, að sumbli með félögum sínum í Sydney í Ástralíu. Sam og félagar hans æfðu rúgbí og ætluðu sér langt í íþróttinni. En þetta kvöld reyndist heldur betur örlagaríkt þegar þeir komu auga á sakleysislegan snigil skríða við fætur þeirra.

„Upp úr þurru kom sú hugmynd hvort einhver myndi þora að borða hann. Sam gerði það án þess að blikka auga. Þannig gerðist þetta,“ sagði félagi hans, Jimmy Galvin, um atvikið.

Þetta átti eftir að reynast dýrkeypt því Sam fékk alvarlegan sjúkdóm eftir að sníkjudýr í sniglingum komst í líkama hans. Um er að ræða hringorm, Angiostrongylus Canteonenesis, sem alla jafna lifir í rottum en hann getur einnig komst í snigla þar sem þeir éta rottuúrgang.

Ormurinn getur til dæmis valdið heilahimnubólgu og miklum skaða á miðtaugakerfinu.

Sam fann ekki fyrir miklu til að byrja með en nokkrum dögum eftir að hafa borðað orminn fór hann að finna fyrir verkjum í fótum. Hann óttaðist að verkirnir tengdust því að hann hefði borðað snigil en móðir hans sagði honum að hafa ekki áhyggjur.

Verkirnir ágerðust og varð Sam skyndilega mjög veikur. Hann var færður undir læknishendur þar sem læknar staðfestu að ormurinn hefði tekið sér bólfestu í líkama hans. Sam lá sofandi í öndunarvél í rúma 400 daga og þegar hann vaknaði var ljóst að skaðinn var mikill. Ormurinn hafði valdið óafturkræfum heilaskaða og þurfti Sam að notast við hjólastól í kjölfarið.

Sam lést á dögunum, átta árum eftir þessa örlagafullu áskorun, úr alvarlegum veikindum. Hann var umkringdur fjölskyldu sinni.

Móðir hans, Kate, sagði í sjónvarpsþætti um mál hans fyrir skömmu að hún hafi alltaf vonað að sonur hennar myndi ganga og tala aftur en þó verið viðbúin því að hann yrði aldrei samur. Sam var útskrifaður af sjúkrahúsi þremur árum eftir atvikið en þurfti aðhlynningu allan sólarhringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“