fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Sameinuðu þjóðirnar vara við „þöglum morðingja“ – Jafn hættulegt og loftslagsbreytingarnar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita eflaust af þeim ógnum og vanda sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga sem eru að sögn margra vísindamanna afleiðing af lifnaðarháttum okkar mannanna. En færri eru kannski meðvitaðir um að það er önnur ógn, síst minni, sem er jafn alvarleg og aðkallandi og getur einnig haft hræðilegar afleiðingar fyrir framtíð okkar sem tegundar.

Hér er um fækkun tegunda að ræða sem þýðir minni líffræðilegan fjölbreytileika. Christiana Pasca Palmer, sem fer með málefni líffræðilegs fjölbreytileika hjá SÞ, segir að útrýming dýra- og plöntutegunda geti haft jafn alvarlegar afleiðingar og loftslagsbreytingarnar.

Þetta kom fram í viðtali við hana í breska blaðinu The Guardian.

„Minni líffræðilegur fjölbreytileiki er þögull morðingi. Þetta er öðruvísi en loftslagsbreytingarnar sem fólk finnur fyrir afleiðingunum af daglega. Þetta er ekki eins greinilegt hvað varðar minni líffræðilegan fjölbreytileika en þegar maður sér hvað er að gerast þá er það um seinan.“

Palmer stýrir þeirri stofnun SÞ sem hefur umsjón með sáttmála SÞ um líffræðilegan fjölbreytileika en 196 ríki hafa skrifað undir hann. Verkefni stofnunarinnar er að tryggja að vistkerfi haldi velli.

Stofnunin stendur fyrir ráðstefnu í Egyptalandi síðar í mánuðinum þar sem verður rætt hvernig ríki heims geti tryggt áframhaldandi tilvist vistkerfa jarðarinnar. Palmer vonast til að ráðstefnan veki athygli á þessum málaflokki og verði til þess að eftir tvö ár náist samkomulag um betri vernd líffræðilegs fjölbreytileika.

SÞ benda á að vistkerfi í jafnvægi skipti sköpum til að skordýr, fuglar, plöntur og spendýr geti lifað og að hægt sé að tryggja matvælaframleiðslu og hreint drykkjarvatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi
Pressan
Í gær

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu