fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sjálfsvígsbréfið seldist á rúmar 30 milljónir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 5. nóvember 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsvígsbréf eftir eitt þekktasta ljóðskálds Frakklands, Charles Baudelaire, seldist á rúmar þrjátíu milljónir króna á uppboðsvefnum Osenat um helgina. Sjálfsvígsbréfið var skrifað 30. júní 1845 en sjálf sjálfsvígstilraunin mistókst og átti Baudelaire eftir að lifa í rúm tuttugu ár til viðbótar.

Bréfið var stílað á ástkonu hans, Jeanne Duval, en í því stóð meðal annars: „Þegar þú færð þetta bréf í hendurnar verð ég þegar látinn. Ég hef ákveðið að svipta mig lífi vegna þess að ég get ekki lengur lifað með þá byrði að sofna en vakna svo aftur.“

Baudelaire reyndi að stinga sig í brjóstið en stungan fór ekki nógu djúpt og lifði Baudelaire í 22 ár til viðbótar. Eftir sjálfsvígstilraunina skrifaði hann sitt þekktasta verk, Les Fleurs du Mal (The Flowers of Evil), sem kom út árið 1857.

Í frétt L‘Express kemur fram að ekki sé vitað hver keypti bréfið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt