fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Eiginmaður Inu var með ólæknandi sjúkdóm – „Af því að hann var dauðvona telja sumir að ég hafi traðkað á dauðvona manni“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 07:53

Ina og Lasse. Mynd:DR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getur maður leyft sér að segja upphátt að ástin, á þeim sem maður elskar, sé orðin öðruvísi vegna ólæknandi sjúkdóms? Þetta gerði Ina Lüders en eiginmaður hennar þjáðist af ólæknandi sjúkdómi sem dró hann til dauða í maí. En ekki eru allir sáttir við að Ina, og aðrir, segi að ástin hafi kannski þróast meira yfir í vináttu þegar við blasti að ekkert nema dauðinn var framundan.

Danska ríkisútvarpið (DR) fjallaði síðustu tvo mánudaga um Idu og eiginmann hennar, Lasse, sem greindist með ALS sjúkdóminn (Amyotrophic lateral sclerosis) sem er algengasta form MND hreyfitaugahrörnunar, árið 2015 í þáttum sem heita „Mens døden os skiller“. Sjúkdómurinn veldur því að hreyfitaugarnar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð til vöðvanna. Þetta hefur í för með sér að styrkur vöðva minnkar, þeir rýna og verða máttlausir. Í þáttunum var fylgst með Idu, Lasse og fjölskyldu þeirra, þau eiga fjögur börn, í rúmlega tvö ár eða allt þar til Lasse lést í maí á þessu ári, 38 ára.

„Kannski getum við sagt að samband okkar hafi breyst yfir í að við urðum bestu vinir?“

Þetta sagði Ida meðal annars í þættinum í síðustu viku. Þetta hleypti illu blóði í marga sem fannst þetta óviðeigandi ummæli hjá Idu.

„Ég held að ég hafi haldið að af því að við elskuðum hvort annað svona mikið og ef ég elskaði hann nógu mikið myndi sjúkdómurinn hverfa. Það góða sigrar alltaf hið illa? En ég fann að þeim mun meira sem sjúkdómurinn náði tökum á honum þá skipti þetta engu máli. ALS komst upp á milli okkar og við gátum ekki annað en tekið afstöðu til þess.“

Sagði Ina í samtali við BT.

Ina og Lasse njóta samverunnar. Mynd:DR

„Þetta er hræðilegur sjúkdómur í þeim skilningi að maður deyr hægt og rólega og maður býr við stöðugan ótta um hvenær það gerist. Þú ert alltaf í viðbragðsstöðu.“

Sagði Ina. Hún segist vel skilja að fólk hafi átt erfitt með að skilja hvernig ást þeirra, sem hún sjálf hélt að myndi sigra allt, gat breyst.

„Í öðrum hjónaböndum, þar sem fólk heldur framhjá eða skilur, er eðlilegt að tala um að ástin sé ekki lengur sú sama og áður en af því að hér er um dauðvona manneskju að ræða þá fá sumir það á tilfinninguna að ég sé að traðka á dauðvona manni.“

Ina kveður Lasse eftir andlát hans. Mynd:DR

Hún segist aldrei hafa hætt að elska Lasse en þau eiga fjögur börn á aldrinum þriggja til tólf ára og reyndu þau að lifa eins eðlilegu fjölskyldulífi og unnt var þar til Lasse lést. Hún segist verða miður sín þegar fólk segir hana „tilfinningalausa“ á samfélagsmiðlum.

„Sumum finnst kannski að ég eigi að halda þessum tilfinningum út af fyrir mig. Það gæti ég örugglega gert. En það er misjafnt hvernig við tökumst á við sorg og við höfum mismunandi hugmyndir um hvernig við myndum sjálf bregðast við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu