fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Með mest spennandi kosningum í Bandaríkjunum í áratugi – Framtíð Trump veltur á úrslitunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 06:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þingmenn í fulltrúadeild þingsins og þriðjung öldungardeildarþingmanna. Einnig er kosið um ríkisstjóra í mörgum ríkjum og í ýmis opinber embætti. Einnig er kosið um ýmis mál í mörgum ríkjum. Kosningarnar eru einu mest spennandi kosningar í landinu í marga áratugi. Mjótt virðist vera á munum á milli demókrata og repúblikana en skoðanakannanir benda til að demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni en að repúblikanar haldi meirihluta sínum í öldungadeildinni. Það mun hafa mikil áhrif á það sem eftir er af kjörtímabili Donald Trump, sem forseta, ef demókratar ná meirihluta í fulltrúadeildinni.

Ef svo fer geta demókratar nánast lamað stjórn Trump og komið í veg fyrir að flest það sem hann vill ná í gegn verði að veruleika. Trump sagði í gærkvöldi að kosningar í dag væru kosningar um framtíð hans í forsetaembættinu. Barack Obama, forveri Trump í Hvíta húsinu, hefur blandað sér af krafti í kosningabaráttuna og hefur komið fram á fjölmörgum kosningafundum undanfarið og hvatt demókrata til dáða.

Trump hefur að vanda farið mikinn á kosningafundum og sagt eitt og annað. Hann hefur meðal annars sagt að kosningarnar snúist um hvort halda eigi áfram vegferð hans og repúblikana sem tryggi velsæld og öryggi í landinu eða hvort koma eigi demókrötum til valda. Það muni hafa í för með sér að innflytjendur fái að streyma til landsins og að sósíalískar hugsjónir nái fram að ganga. Obama hefur lagt áherslu á að „Ameríka sé að vakna“ og hefur gagnrýnt Trump, aðallega óbeint, fyrir lygar og að kynda undir hatursræðu.

Trump virðist óttast að repúblikanar missi meirihlutann í fulltrúadeildinni og hefur undanfarna daga reynt að stilla málum þannig upp að ekki sé hægt að bendla hann við tapið. Hann hefur meðal annars sagt að hann hafi einbeitt sér að kosningum öldungardeildarþingmanna. Hann hefur komið fram á 11 kosningafundum á sex dögum og hefur ráðist harkalega á pólitíska andstæðinga sína. Í sjónvarpsviðtali á mánudaginn sagði hann að eftir á að hyggja hefði hann átt að vera „mýkri“ í máli á fyrstu árum sínum í forsetaembættinu. En þennan „mýkri“ tón var ekki að heyra í ræðum hans í Ohio, Indiana og Missouri þar sem hann tók sterkt til orða varðandi innflytjendamál.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Í gær

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV