fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Mikil leit að lítilli stúlku sem talið var að hefði verið rænt – Ekki var þó allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 05:44

Mynd úr eftirlitsmyndavél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Sussex á Englandi hóf síðdegis í gær umfangsmikla leit að lítilli stúlku sem óttast var að hefði verið rænt á götu úti. Myndir úr eftirlitsmyndavélum sýndu karlmann ræða við litlu stúlkuna og ganga á brott með henni. Þyrlur voru notaðar við leitina, lögreglan leitaði í bílum við verslunarmiðstöð og lögreglumenn gengu hús úr húsi. Allt hófst þetta eftir að vitni höfðu samband við lögregluna og sögðust telja að stúlkunni hefði verið rænt. Myndir úr eftirlitsmyndavélum studdu við þetta.

Litla stúlkan og maðurinn á gangi.

Lögreglan birti myndir úr eftirlitsmyndavélum og setti allt tiltækt lögreglulið í málið. Það var síðan upp úr miðnætti í nótt sem lögreglan skýrði frá því að málið væri leyst. Stúlkan væri steinsofandi heima hjá sér og ekkert hefði komið fyrir hana. Þetta var eftir að faðir hennar setti sig í samband við lögregluna eftir að hann sá myndirnar úr eftirlitsmyndavélunum. Það var hann sem var á myndunum með stúlkunni, sem er þriggja ára, en hún var ekki fús til að fara heim þegar myndirnar voru teknar og vitnin sáu til þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu