fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Ný uppgötvun getur orðið til að 4.000 ára gömul ráðgáta verði loksins leyst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 07:02

Umræddur rampur. Mynd:Yannis Gourdon/Ifao

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega 2.000 ár hafa vísindamenn, samsæriskenningasmiðir og fjölmargir aðrir velt fyrir sér hvernig Egyptum til forna tókst að byggja stóra og fallega pýramída eins og Keopspýramídan í Giza. En hugsanlega erum við komin nær því að fá svar við þessu en nokkru sinni áður.

The Guardian, Live Science og fleiri miðlar skýra frá þessu. Vísindamenn, sem vinna að hinu svokallaða Hatnub verkefni í Egyptalandi, telja sig nú hafa fundið út hvernig Egyptarnir fluttu risastóra og níðþunga steinana sem voru notaðir til að byggja pýramídana. Markmiðið með Hatnub verkefninu er að afla meiri upplýsinga um Egypta til forna og hugsanlega hafa vísindamennirnir nú fundið mikilvægar upplýsingar um byggingarlist þeirra.

Vísindamennirnir telja að Egyptarnir hafi notað skábrautir sem tvær tröppur voru við hliðina á og þar hafi verið margar holur fyrir staura. Steinarnir voru settir upp á sleða sem voru síðan dregnir með köðlum sem voru vafðir utan um staura sem voru settir í holurnar. Með þessu var hægt að draga þessa þungu steina upp og reisa pýramídana. Hægt var að nota þessa aðferð í allt að 20 gráðu halla hefur Live Science eftir Yannis Gourdon sem vinnur við Hatnub verkefnið.

Með því að gera þetta svona gátu menn stillt sér upp beggja meginn við steinana og brautina og togaði í kaðlana. Þannig gátu mjög margir komið að verkinu og því gekk það hraðar fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu