fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Raðmorðingi svipti sig lífi á dauðadeild: Var þrisvar dæmdur til dauða

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Urdiales, bandarískur raðmorðingi, fannst látinn í fangaklefa sínum á dauðadeild San Quentin-fangelsisins í Kaliforníu. Urdiales þessi hafði þrisvar verið dæmdur til dauða, síðast í október síðastliðnum. Fangelsisyfirvöld telja að hann hafi svipt sig lífi.

Urdiales var fyrst dæmdur til dauða árið 2003 fyrir tvö morð í Illinois. Dómnum var breytt í lífstíðarfangelsi árið 2003 eins og aðrir dauðadómar sem kveðnir höfðu verið upp í ríkinu.

Urdiales kom svo aftur fyrir dóm árið 2004 vegna þriðja morðsins og þá hlaut hann dauðadóm. Hann var svo framseldur til Kaliforníu árið 2011 vegna morða sem hann hafði framið þar. Það ár voru dauðadómar felldir alveg úr gildi í Illinois og því fóru yfirvöld í Kaliforníu fram á að fá hann framseldan.

Í október síðastliðnum var þriðji dauðadómurinn yfir honum kveðinn upp og var hann vegna morða á fimm konum í ríkinu á árunum 1986 til 1995.

Tony Rackauckas, saksóknari Orange County, sagði í yfirlýsingu að Urdiales væri heigull. Hann hefði rænt aðstandendur þeirra sem hann myrti réttinum til að vera viðstaddir fullnustu refsingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“