fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Töldu sig hafa jarðað frænda sinn í haust: Misstu andlitið þegar hann bankaði upp á

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 21:00

Mynd: Azh.kz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskyldu hins 63 ára gamla lífeyrisþega Aigali Supygaliev brá heldur betur í brún þegar hann snéri aftur heim að dyrum, tveimur mánuðum eftir að jarðarför hans fór fram.

Frá þessu er greint á kasanska fréttamiðlinum Azh.kz. Þar er hermt að Aigali hafi horfið á brott um morgunn einn í júní á þessu ári og hafði ekkert spurst til hans í fjóra mánuði.

Ættingjar hans biðu í mánuð áður en haft var samband við lögreglu til að tilkynna hvarfið. Eftir mikla leit voru þau beðin um að bera kennsl á skaðbrennt lík. Þá sýndu DNA-rannsóknir fram með 99,2% öryggi að líkamsleifarnar voru af Aigali og var gefið út dánarvottorð í kjölfarið á því.

Í samtali við fréttamiðilinn segir réttarlæknirinn að hann standi við niðurstöðu sína, „en við megum þó ekki gleyma hinum 0,8 prósentunum,“ bætir hann við.

„Hvern grófum við þá?“

Dánarvottorð Aigali.

„Ég fékk næstum því hjartaáfall þegar Aigali frændi gekk inn um dyrnar heilsuhraustur, tveimur mánuðum eftir að við grófum hann,“ segir Esengali Supygaliev, einn af ættingjum Aigali.

Í ljós kom að Aigali hafði þegið vinnu í nálægu þorpi hjá manni sem hann kynntist þann dag sem hann hvarf. Að starfi loknu, fjórum mánuðum seinna, snéri hann heim og hafði ekki hugmynd um þær aðstæður sem biðu hans.

Supygaliev-fjölskyldan var ekki ánægð með að hafa greitt fyrir legsteininn og tilheyrandi athöfn. Þau höfðu einnig skilað lífeyrinum fyrir þá tvo mánuði sem Aigali var talinn látinn. Nú er fjölskyldan að íhuga lögsókn.

„Hvern grófum við þá?“ spyr Esengali. „Að öllum líkindum er fjölskylda einstaklingsins að leita að honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu