fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Svona kemstu hjá því að borga fyrir handfarangurinn

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir flugfélagsins Ryanair voru margir hverjir óhressir þegar tilkynnt var að rukkað yrði fyrir allan handfarangur um borð í vélum félagsins. Lee Cimino, sem hefur reglulega flogið með Ryanair – og kveðst meira að segja vera aðdáandi – ákvað að athuga hvort hann kæmist upp með að fara framhjá þessum reglum. Myndband af tilraun hans hefur vakið talsverða athygli.

„Ég elska Ryanair en mér finnst þessi nýja gjaldtaka ganga svolítið langt,“ segir hann við Press Association.

Lee útbjó sérstakan frakka með nógu mörgum hólfum til að handfarangurinn yrði óþarfur með öllu. Hann hélt svo á flugvöllinn í Manchester þar sem hann átti bókað flug til Belfast. Það er skemmst frá því að segja að tilraun Lee tókst fullkomlega og komst hann um borð í vélina án þess að fá athugasemd.

Lee segir að myndbandinu hafi verið vel tekið. „Sumir segja að ég sé nískur en það er ekki þannig. Ég hef ekkert á móti Ryanair en ég vildi bara vekja athygli á þessu,“ segir hann.

Forsvarsmenn Ryanair hafa sagt að nýja gjaldið muni auka skilvirkni á flugvöllum og gera allt ferlið hraðvirkara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig