fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Vísindamenn við Harvard háskóla telja að geimfar hafi komið inn í sólkerfið okkar á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 17:00

Oumuamua eins og talið er að hann líti út. Mynd:European Southern Observatory/M. Kornmesser

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári kom dularfullur hlutur, sem var nefndur Oumuamua, inn í sólkerfið okkar. Þetta var í fyrsta skipti sem vísindamenn sáu og vissu fyrir víst að eitthvað hefði komið inn í sólkerfið okkar sem ekki átti uppruna sinn hér. Skoðanir hafa verið skiptar um hvort þetta er loftsteinn, halastjarna eða jafnvel geimfar. Allir möguleikarnir hafa verið rannsakaðir og ekki eru allir á eitt sáttir um hvað þetta er. Nú hafa vísindamenn við Harvard háskólann í Bandaríkjunum sett fram kenningu um að Oumuamua hafi verið geimfar frá vitsmunaverum utan sólkerfisins okkar.

Vísindamennirnir segja að þarna hafi verið á ferð könnunargeimfar, sem notar sólarsegl, sem hafi verið í leit að lífi. Vitað er að hluturinn er ekki úr sólkerfinu okkar því hann var ekki á braut um sólina. Hann er undarlegur í laginu, um 1 km að lengd og undarlega rauður. Þá var hann með einkenni bæði halastjörnu og loftsteins.

Vísindamenn fylgdust með Oumuamua og ferðum hans um sólkerfið og hlustuðu eftir hvort einhver merki væru send til og frá hlutnum en ekkert heyrðist. Oumuamua fór hratt yfir og var á hraðferð út að ystu mörkum sólkerfisins og því dvínaði áhuginn á þessum undarlega hlut auk þess sem lítið var hægt að gera til að rannsaka hann frekar.

Samkvæmt niðursöðum nýrrar rannsóknar tveggja stjörnufræðinga við Harvard Smithsonian Center for Astrophysics var og er, væntanlega, Oumuamua geimfar með segl. Rannsóknin, sem heitir Could Solar Radiation Pressure Explain ´Oumuamua‘s Peculiar Accelaration, var nýlega kynnt af Shmuel Bialy og Abraham Loeb.

Loeb segir að undarleg hegðun Oumuamua bendi til þess að hugsanlega sé um farartæki, búið til af vitsmunaverum, að ræða og notist það við segl til að komast áfram.

Oumuamua er með mikla eðlisþyngd en það bendir yfirleitt til að um hlut úr grjóti eða málmi sé að ræða. Það þótti styðja þetta að þegar hluturinn fór framhjá sólinni birtist enginn hali á eftir honum eins og gerist hjá halastjörnum. En litrófsgreining, þar sem ljós er brotið niður til að greina efnasambönd sem hafa áhrif á liti þess, benti til að mun meiri ís væri í hlutnum en reiknað var með.

En það var hraði Oumuamua sem kom flestum í opna skjöldu. Eftir að hluturinn hafði farið framhjá sólinni jókst hraði hans en það hefði átt að draga úr honum. Ef um halastjörnu hefði verið að ræða hefði hraðinn átt að aukast því þá hefði losnað um gastegundir þegar hún var næst sólinni en enginn hali sást og hefur ekki enn sést. Vísindamennirnir benda á að ef slík gaslosun hefði átt sér stað hefði eðli snúnings Oumuamua breyst en það gerðist ekki.

Af þessum sökum benda Bialy og Loeb á annan möguleika, að hér hafi verið um hlut, smíðaðan af vitsmunaverum, að ræða þar sem segl er notað til að knýja hann áfram. Þetta er einmitt aðferðin sem á að nota þegar lítil könnunarför verða send til nærliggjandi sólkerfa ef hugmyndir stórhuga fólks  hjá Breakthroug Starshot verkefninu ná fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?