fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

68 ára kona grunuð um að hafa myrt eiginmann sinn og að hafa sagað líkið í sundur– Nágrönnum er illa brugðið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 07:51

Mynd úr safni. Danskur lögreglubíll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rólegu einbýlahúsahverfi í danska bænum Herlev er íbúum illa brugðið eftir fréttir gærdagsins. Þá var skýrt frá því að 68 ára kona, íbúi í götunni, væri grunuð um að hafa myrt 74 ára eiginmann sinn. Hún er einnig grunuð um að hafa sundurhlutað lík hans með trésög. Lögreglan segir að því næst hafi hún sett höfuð hans og annan fótlegg í frysti en aðra líkamsparta gróf hún niður í garðinum við hús þeirra hjóna.

Einhverja bakþanka virðist konan síðan hafa fengið því hún tók höfuðið og fótlegginn úr frystinum og gróf niður í smáhýsahverfi í nágrenninu.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla veit lögreglan ekki með vissu hvenær maðurinn var myrtur en talið er að það hafi verið í júlí. Konan neitar að hafa myrt hann en hefur játað að hafa sagað líkið í sundur og að hafa grafið líkamshlutana.

BT hefur eftir nágrönnum að þetta sé mikið áfall, að svona hafi gerst svo nærri þeim.

Hjónin hafa búið árum saman í götunni en hafa að sögn nágranna haldið sig að mestu út af fyrir sig. Hvorugt þeirra var í vinnu en konan er sögð hafa starfað við akstur á árum áður. Maðurinn glímdi við krabbamein síðustu árin og einnig elliglöp. Í sumar sagði konan nágrönnum að hún hefði fengið sjúkrahúsrúm heim sem maðurinn gæti legið í það sem hann ætti eftir ólifað. Hjónin eiga engin börn.

Í sumar var miði settur á útidyrnar hjá þeim þar sem þau frábáðu sér heimsóknir starfsmanna sveitarfélagsins að sögn nágranna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu