fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Chris Watts játaði sök og fær ekki dauðadóm

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Chris Watts, játaði á þriðjudag að hafa drepið ólétta eiginkonu sína og tvö ung börn þeirra. Morðin framdi Watts í ágústmánuði síðastliðnum.

Óhætt er að segja að málið hafi vakið óhug hjá mörgum enda voru börn þeirra hjóna, dæturnar Bella og Celeste aðeins þriggja og fjögurra ára. Eiginkona Watts, Shanann, var 34 ára og komin fimmtán vikur á leið með þeirra þriðja barn.

Málið er nú fyrir dómi í Colorado í Bandaríkjunum og hefur Watts játað að hafa drepið fjölskyldu sína. Í staðinn munu saksóknarar ekki fara fram á dauðadóm yfir Watts. Mun hann þess í stað fá lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn.

Watts kom fram í sjónvarpsviðtölum í sumar þar sem hann lýsti yfir áhyggjum af fjölskyldu sinni. Þetta var aðeins tveimur dögum eftir að hann myrti fjölskyldu sína með köldu blóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu