fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Eirik brá mikið þegar hann sá hvað gekk á í rúminu hans þegar hann svaf

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 04:42

Eirik í fastasvefni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa eflaust stundum velt því fyrir sér hvað gerist heima hjá þeim þegar þeir eru ekki heima og þá sérstaklega ef gæludýr eru til staðar. Eirik Larsen, 30 ára, hafði einmitt velt þessu fyrir sér og ákvað dag einn að setja eftirlitsmyndavél upp svo hann gæti séð hvað hundurinn hans var að gera þegar hann var einn heima.

Hann kom vélinni fyrir í svefnherberginu. Síðan fékk hann þá hugmynd að hafa kveikt á henni að næturlagi til að sjá hvað gerðist á meðan hann svæfi.

Leo kominn upp í.

Eirik eignaðist hundinn Leo í nóvember á síðasta ári og hefur sambýli þeirra gengið mjög vel. Í samtali við TV2 sagði Eirik að hann hafi vitað að Leo væri á ferðinni á nóttinni og færði sig á milli staða en hann hafi ekki grunað að hann kæmi upp í rúm til sín.

Hann varð því hissa og nokkuð skemmt þegar hann skoðaði myndir úr eftirlitsmyndavélinni og sá hvað Leo var að gera á nóttinni og áttaði sig á að hann sefur ekki einn í rúminu. Það er að minnsta kosti ljóst að Eirik sefur mjög fast.

Leo hefur komið sér vel fyrir.

Hann birti myndirnar í Facebookhópnum „Hund på Facebook“ þar sem fólk tók þeim vel og heillaðist af Leo og uppátækjum hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Í gær

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara

Gervihnattarmyndir sýna að Xi Jinping er full alvara