fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Óttast að ekki verði hægt að ná stjórn á ebólufaraldrinum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að ebóla verði brátt orðin varanleg ógn við heilsu jarðarbúa síðan hún greindist fyrst árið 1976. Faraldur sem nú geysar í Kongó er svo alvarlegur að óvíst er hvort hægt verði að ná stjórn á honum.

Þetta segir Robert Redfield, framkvæmdastjóri bandarísku lýðheilsustofnunarinnar, CDC.

Ástæðan fyrir þessum áhyggjum er sú að ebólan hefur hingað til að mestu haldið sig á strjálbýlum svæðum. Það hefur gert það að verkum að heilbrigðisyfirvöld hafa getað heftað útbreiðsluna áður en í óefni fer.

Í nýjasta faraldrinum hafa um 300 tilfelli komið upp og þar af 186 einstaklingar látist. Tæpir fjórir mánuðir eru síðan ebólan fór að láta á sér kræla aftur eftir að hafa haft hægt um sig frá árinu 2014. Er nú litið svo á að um faraldur sé að ræða.

„Þetta þýðir að við getum ekki lengur stöðvað útbreiðsluna eða rakið uppruna sýkinga,“ sagði annar sérfræðingur sem ræddi málið við bandaríska þingnefnd á dögunum. Ef svörtustu spár rætast gæti faraldurinn dreifst um allan heim og haft víðtæk áhrif á ferðalög og milliríkjaviðskipti.

Það sem gerir heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega erfitt fyrir núna er að ebólan hefur verið að greinast á svæðum í Kongó þar sem stríðsástand ríkir. Þetta hefur gert það að verkum að heilbrigðisstarfsfólk hefur ekki jafn greiðan aðgang að sjúklingum og sömuleiðis eru sjúklingar tregari til að leita sér læknisaðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu