fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Staðfest að demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú liggur ljóst fyrir að demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Þeir hafa fengið 218 þingsæti þegar enn á eftir að ljúka talningu í 24 kjördæmum. 218 sæti tryggja meirihluta í deildinni þar sem 435 þingmenn sitja.

Þegar þetta er skrifað hafa repúblikanar fengið 193 þingsæti. Repúblikanar halda hins vegar meirihluta sínum í öldungadeildinni og hafa 51 af 100 þingsætum þar.

Þess var vænst að demókratar myndu ná meirihluta í fulltrúadeildinni og það gekk eftir. Sigurinn getur reynst Donald Trump, forseta, erfiður því lagafrumvörp þurfa að hljóta samþykki í báðum deildum þingsins. Auk þess taka demókratar nú við formennsku í öllum þingnefndum fulltrúadeildarinnar. Því hefur verið spáð að þeir muni nú láta sverfa til stáls gegn Trump og setja aukinn kraft í ýmsar rannsóknir er snúa að meintum tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa. Einnig er talið að þeir muni nú kalla eftir birtingu skattaskýrsla Trump en hann hefur ekki viljað opinbera þær til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“