fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Óttast að stærsta virka eldfjall Evrópu hrynji út í sjó – Myndi valda mikilli flóðbylgju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 07:13

Etna á Sikiley. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn óttast að stærsta virka eldfjall Evrópu, Etna á Sikiley, geti hrunið út í sjó og að það muni þá valda mikilli flóðbylgju. Það sem veldur þessum áhyggjum er að vísindamenn komust að því að suðausturhlið eldfjallsins mjakast hægt og rólega í átt til sjávar. Vísindamennirnir óttast að þessi hreyfing geti aukist og endað með að hluti eldfjallsins hrynji út í sjó.

The Independent skýrir frá þessu. Fram kemur að ef þetta gerist þá geti mikil hætta steðjað að byggðum í nágrenninu því stór og mikil flóðbylgja geti myndast. Vísindamennirnir segja að það eina sem þeir geti gert að sinni sé að fylgjast með þessum hreyfingum og engin leið sé til að segja til um hvort hraði framskriðsins muni aukast á næstu árum eða öldum.

Í fyrstu var talið að þessi hreyfing á eldfjallinu væri vegna kviku í því en þá myndi þetta framskrið takmarkast af hæð fjallsins. En mikið eftirlit og mælingar á fjallinu og landgrunninum fyrir neðan það sýna að framskriðið hefur mikil áhrif langt út fyrir eldfjallið og það telja vísindamenn að geti valdið „hrikalegu hruni“.

Í samtali við The Independent sagði Morelia Urlaub, hjá Geomar Helmholtz Centre for Ocean Research, að Etna sé risastór, rúmlega 3.000 metra há og teygi sig upp frá hafsbotni. Hún sagði að í fyrri rannsóknum hafi sjónunum aðeins verið beint að hreyfingum Etnu ofansjávar en nýjar neðansjávarmælingar sýni að hreyfingin sé tilkomin vegna áhrifa þyngdarafls á sífellt óstöðugri suðausturhlið þess.

Vitað er að hrun sem þessi hafa átt sér stað í minni eldfjöllum en sögulegar heimildir eru fyrir því. Þá hafa jarðfræðirannsóknir sýnt að stórir atburðir af þessu tagi áttu sér stað fyrir milljónum ára á Hawaii og Kanaríeyjum. Vísindamenn fylgjast því grannt með Etnu til að reyna að öðlast meiri skilning á hreyfingum fjallsins. Urlaub sagði að erfitt væri að reikna út hættuna á stóru hruni.

„Við höfum fylgst með Etnu á landi í um 30 ár en 30 ár eru ekkert ef litið er til aldurs Etnu sem er 500.000 ára. Þetta gæti gerst eftir 10 eða 100 eða 100.000 ár – við getum ekki sagt til um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Í gær

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“