fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Hefði betur látið ógert að bjóða leðurblökurnar velkomnar – Fyrsta dauðsfallið síðan 1944

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 9. nóvember 2018 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Giles, 55 ára karlmaður í Utah í Bandaríkjunum, lést á dögunum. Það væri kannski í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að maðurinn dó af völdum hundaæðis. Er um að ræða fyrsta slíka dauðsfallið í Utah frá árinu 1944.

Talið er nær öruggt að Giles hafi fengið hundaæði frá leðurblökum sem vöndu komu sína á heimili hans og eiginkonu hans, Juanitu Giles. Giles-hjónin gáfu leðurblökunum að borða; stundum borðuðu þær úr lófunum á þeim, sleiktu fingurna til að ná sér í salt og stundum héngu þær inni í svefnherbergi.

Hundaæði orsakast af veiru og er í raun ekkert annað en bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Bóluefni er til við hundaæði en þeir sem smitast af hundaæði og eru ekki bólusettir eiga ekki von á góðu. Á Vísindavefnum segir að flestir þeirra sem veikjast deyi kvalafullum dauðdaga á um það bil einni viku.

Fólk smitast yfirleitt eftir bit sjúkra dýra en smitið getur borist með munnvatni.

„Leðurblökurnar meiddu okkur aldrei,“ segir Juanita.

Giles hafði verið í dái í nokkra daga en öndunarvélin sem hélt honum á lífi var tekin úr sambandi síðastliðinn sunnudag. Þá sýndi heilaskanni að engin starfsemi væri í heilanum.

Um sjö þúsund tilfelli af hundaæði koma upp í Bandaríkjunum á hverju ári en þá er átt við dýr sem smituð er af veirunni. Sýkingar í mönnum eru afar sjaldgæfar en frá árinu 1990 hafa 56 einstaklingar smitast af hundaæði í Bandaríkjunum svo vitað sé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“