fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Pressan

Fótbraut unnustu sína því hún sauð pasta ekki rétt – Neyddi hana síðan til að halda áfram að elda

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 20:00

Myndin tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta föstudag kom Dorian Wright fyrir dóm í Northamptonskíri á Englandi. Hann var ákærður fyrir að hafa beitt unnustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi á níu mánaða tímabili 2015 til 2016. Auk þess var hann ákærður fyrir að hafa tvisvar valdið henni alvarlegum líkamsáverkum. Wright játaði sök fyrir dómi.

Samkvæmt því sem fram kemur í dómsskjölum var hann eitt sinn svo ósáttur við matseld hennar að hann tók hana hálstaki, grýtti í gólfið og fótbraut hana með öflugu sparki. Í annað sinn grýtti hann mat í höfuð hennar því maturinn, sem hún hafði pantað og sótt, innhélt ekki það sem hún hafði pantað.

Í þriðja tilvikinu tók hann hana hálstaki og hélt höfði hennar undir rennandi vatni í baðkari eftir að umræður um síma hans höfðu endað með látum.

James Roe, sem stýrði rannsókn málanna, segir að umfang og alvarleiki ofbeldisins á þessu níu mánaða tímabili hafi verið hræðilegt og mönnum hafi brugðið þegar þeir sáu hvers kyns var.

Samkvæmt skýrslu geðlæknir getur Wrigth ekki haft stjórn á skapi sínu. Við réttarhöldin var lesin upp yfirlýsingu frá fórnarlambinu sem glímir við áfallastreituröskun og mikla vanlíðan í kjölfar ofbeldisins. Þetta virtist ekki hafa  nein áhrif á Wright sem sýndi engin merki iðrunar og lét óviðeigandi ummæli falla um fyrrum unnustu sína eftir að dómur var kveðinn upp. Hann ætti þó að geta hugsað sig um og jafnvel iðrast en til þess hefur hann nægan tíma næstu 27 mánuðina en þann tíma þarf hann að sitja í fangelsi vegna brota sinna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk

Sagðist ætla að gefa sig fram ef hann fengi 15 þúsund læk
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina

Mormóni í replúblikanaflokknum kemur út úr skápnum: Reyndi að lækna samkynhneigðina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist

Rannsaka hvort morð á tveimur transkonum tengist
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Ekki verið jafn nærri kjarnorkustríði frá lokum síðari heimsstyrjaldar