fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Nýr dómsmálaráðherra Trump starfaði hjá fyrirtæki sem sveik milljónir út úr fólki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 05:45

Matthew Whitaker starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar að Jeff Sessions, sagði af sér sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í síðustu viku, tók Matthew Whitaker við embættinu til bráðabirgða. En margir setja eflaust spurningamerki við hæfi hans til að gegna þessu mikilvæga embætti þar sem hann starfaði áður sem lögmaður hjá fyrirtæki í Iowa sem sveik milljónir út úr fólki.

The Guardian segir að Whitaker hafi starfað hjá fyrirtækinu World Patent Marketing (WPM) og hafi verið ráðgefandi stjórnarmaður. Fyrirtækið starfaði í Flórída og stóð á bak við svikastarfsemi sem ”hafði milljónir dollara af mörg þúsund manns” sögðu yfirvöld fyrr á árinu.

Fyrirtækið lokkaði vongóða uppfinningamenn til að greiða mörg þúsund dollara fyrir að fá einkaleyfi á uppfinningum þeirra. En fyrirtækið stóð ekki við allt sem það lofaði. Guardian segir að margir uppgjafarhermenn hafi verið meðal þeirra sem voru sviknir af fyrirtækinu. Fyrirtækið var dæmt til að greiða 26 milljónir dollara í sekt.

Dómsskjöl frá alríkisdómstól sýna að þegar reiðir viðskiptavinir reyndu að fá peningana sína endurgreidda sá Whitaker um að hafa í hótunum við þá. Meðal annars er afrit af tölvupósti sem hann sendi einum viðskiptavini. Whitaker hlaut þó ekki dóm í tengslum við málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?