fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Pressan

Ungur Norðmaður hefur þénað 680 milljónir á dag allt árið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 06:58

Gustav Magnar Witzøe. Mynd:Instragram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðmaðurinn Gustav Magnar Witzøe er ótrúlega ríkur, eiginlega óskiljanlega ríkur. Yfirstandandi ár hlýtur þó að hafa farið fram úr björtustu vonum hjá honum því að meðaltali hefur auður hans aukist um sem svarar til 680 milljóna íslenskra króna á dag!

Hlutabréf í fyrirtæki hans, Salmar, hafa hækkað og hækkað allt árið og hefur gengi þeirra tæplega tvöfaldast á árinu. Þannig hefur virði þeirra aukist um sem svarar til 211 milljarða íslenskra króna.

Gustav, sem er 25 ár, erfði stærsta hlutann í fjárfestingarfélaginu Kverva sem faðir hans stofnaði á tíunda áratugnum. Fyrirtækið á um helming hlutafjár í Salmar, sem er laxeldisfyrirtæki, sem stendur að mestu á bak við eignamyndun hans á árinu.

Gustav er þó ekki viss um að hann ætli að halda áfram að reka þetta mikla viðskiptaveldi.

„Maður getur ekki bara gert það af því að maður hefur rétt til þess. Eða, jú það getur maður gert en það væri mjög hrokafullt.“

Sagði hann.

Áhugasamir geta fylgst með honum og lífi hans á Instagram þar sem hann er iðinn við að deila myndum af lífi sínu en hann er þekktur fyrir mikinn áhuga á ferðalögum, golfi, húðflúrum og tísku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Orrustan um Bretland

Orrustan um Bretland
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband

Áður óþekktar lífverur fundust við neðansjávarfjall við Páskaeyju – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku