fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Draugabáta rekur í tugatali upp á japanskar strendur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 16:30

Einn umræddra draugabáta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er þessu ári hefur 95 draugabáta rekið upp á japanskar strendur. Yfirleitt er um trébáta að ræða og voru þeir flest mannlausir en í nokkrum fundust lík áhafnarmeðlima. Talið er að bátarnir séu frá Norður-Kóreu.

Japanska strandgæslan hefur umsjón með málum er varða hina svokölluðu draugabáta en það er árvisst að slíka báta reki upp á japanskar strendur. Í fyrra rak 104 slík báta upp í japanskar fjörur og telur strandgæslan að þeir verði fleiri þetta árið.

Það er aðallega á haustin og veturna sem draugabátana rekur á land. Þetta eru yfirleitt gamlir trébátar án siglingabúnaðar. Það sem af er ári hafa 12 lík fundist um borð í bátunum.

Japönsk yfirvöld telja að þetta séu fiskibátar frá Norður-Kóreu en fiskur er ein helsta útflutningsvara Norður-Kóreu til Kína. Talið er líklegt að norður-kóresku sjómennirnir stundi ólöglegar veiðar í japanskri lögsögu og því reki bátana á land í Japan þegar illa fer. BBC skýrir frá þessu.

Því hefur einnig verið velt upp hvort hugsanlega séu kúgaðir Norður-Kóreumenn að flýja land á bátunum. Þessi kenning hefur þó ekki notið mikillar hylli þar sem net og annar búnaður til veiða er yfirleitt um borð í þeim. Auk þess fann japanska strandgæslan 30 lík í svona bátum á síðasta ári og 40 Norður-Kóreubúa sem voru á lífi. Þeir báðu allir um að vera sendir heim aftur og því er talið ólíklegt að verið sé að nota bátana til að reyna að flýja land. Þá væri einnig mun styttra og hættuminna að sigla til Suður-Kóreu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva