fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

„Hún fær að ráða og skyndilega fær hann ekki standpínu“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 07:28

Skyldi húmor þeirra vera svipaður?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit kvenna að fullkomnun er komin út á óraunhæfar brautir og það hefur sín áhrif í svefnherberginu. Þetta er mat Marianne Egense kynlífsfræðingsins og rithöfundar. Hún hefur ásamt Annlil Frolov skrifað bókina „Kvinders guide til mere sex – skru ned for tankerne og op for gnisten“. Bókin á að þeirra sögn ekki aðeins að hjálpa konum til að stunda meira kynlíf heldur er þetta bók sem bendir á alvarlegt vandamál kvenna, og þá sérstaklega yngri kvenna á Vesturlöndum.

Í samtali við Jótlandspóstinn sagði Egense að vandi nútímakvenna sé að þær séu alltof uppteknar af að reyna að vera fullkomnar. Þetta sé ástæðan fyrir því að sífellt fleiri konur kikni undan álagi. Þetta hefur síðan áhrif á kynlífið að hennar sögn því kynlífslöngunin er beintengd lönguninni til að lifa lífinu.

Hún kallar konur, sem glíma við þennan vanda, „heilastelpur“. Konur sem vilja að allt sé fullkomið í lífi þeirra. Þær vilja fullkominn starfsframa, fullkominn kærasta og líkama. Þær vilja vera fullkomnar mæður, vinkonur og kærustur. Þær vilja vera fullkomnar á samfélagsmiðlum. En til að geta verið fullkomnar allsstaðar þurfa þær að skipuleggja sig mjög vel.

„Ef það þarf að skipuleggja alla tilveruna eru afleiðingarnar að konurnar eru alltaf fastar í hugsunum í eigin höfði. Ef þú ert alltaf upp í þínu eigin höfði þá finnur þú ekki fyrir líkamanum, þú finnur ekki fyrir löngun til lífsins. Það er einmitt þar inni sem kynlífslöngunin er. Þú getur heldur ekki fengið fullnægingu ef þú hugsar um allt annað. Skipulagningin gerir út af við mikilvæga og sjálfkrafa hluta lífsins.“

Hún sagði að ef talað væri í myndlíkingu þá þyrftu konur að „taka höfuðið af“, skilja það eftir fyrir utan og gefa sig lífinu á vald áður en þær fara inn í svefnherbergið og stunda kynlíf.

„Það krefst löngunar og nærveru. Maður er ekki nærstaddur ef maður er t.d. alltaf á samfélagsmiðlum.“

Hún sagði að í ráðgjafastörfum sínum hafi hún oft fengið pör þar sem konan dróst upphaflega að manninum vegna þess að hann var kröftugur, hafði skoðanir og bara allt það sem hún vildi sjá í karlmanni. En síðan byrji konan hægt og rólega að móta karlinn. Hann er í röngum sokkum, nærbuxurnar eru ekki ásættanlegar og síðan verði uppáhaldsstóllinn hans að fara á haugana.

„Þannig hitti ég parið, hann situr í horninu, punglaus, – og afsakið orð mín – veit ekki lengur hvað hann heitir.“

„Hann elskar konuna sína og leyfir henni því að ráða aðeins og skyndilega getur hann ekki fengið standpínu því það þarf að skipuleggja allt.“

Hún bætti þó við að hér ættu karlarnir einnig hlut að máli því það þurfi tvo til í sambandi. Þeir ættu kannski stundum að taka frumkvæðið og segja konunum að hætta að hanga á samfélagsmiðlum og fara þess í stað í rómantíska helgarferð með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva