fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Mikil fjölgun hatursglæpa í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 17:30

Bandarískir gyðingar á góðri stund. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatursglæpum fer fjölgandi í Bandaríkjunum þessi misserin. Á síðasta ári skráði alríkislögreglan FBI 7.175 hatursglæpi en árið á undan voru þeir 6.121. 938 þessara glæpa beindust gegn gyðingum en voru 684 árið áður. Aukningin nemur 37 prósentum. Þetta var þriðja árið í röð sem hatursglæpum gegn gyðingum fjölgaði.

Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra, segir að glæpir af þessu tagi stríði gegn grunngildum Bandaríkjanna. Hann segist hafa sérstakar áhyggjur af aukningu glæpa sem beinast gegn gyðingum.

Ekki er langt síðan 11 voru skotnir til bana í samkomuhúsi gyðinga í Pittsburgh en morðinginn öskraði: „Allir gyðingar eiga að deyja,“ áður en hann hóf skothríð.

Fjöldamorðið hratt af stað umræðu um hvort það væri meðal annars orðræða Donald Trump, forseta, sem ýtti undir atburði sem þessa en Trump gerir mikið út á þjóðernishyggju í málflutningi sínum.

Af þeim 6.370 gerendum, sem er vitað hverjir eru í fyrrgreindum hatursglæpum, er meirihlutinn, 50,7 prósent, hvítir. 21,3 prósent eru svartir á hörund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva