fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Pressan

Vantar þig íbúð? Hér er offramboð af húsnæði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 21:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þig vantar íbúð þá er kannski tækifæri fólgið í að flytja til Kína en þar er fasteignamarkaðurinn svo stjórnlaus að tæplega fjórðungur allra íbúða í borgum landsins standa auðar. Þetta eru 50 milljón íbúðir svo það ætti að vera úr nægu að velja.

Þetta er niðurstaða skýrslu sem var unnin af vísindamönnum við Southwestern University of Finance and Economics að sögn Bloomberg fréttastofunnar.

Kínversk stjórnvöld hafa reynt að ná stjórn á fasteignamarkaðnum með því að setja strangar reglur og forseti landsins, Xi Jinping, hefur sagt að hús séu til að búa í ekki til að braska með. En enn er braskað með íbúðir og spákaupmenn kaupa þær af miklum móð. Þetta hefur valdið miklum verðhækkunum sem koma í veg fyrir að milljónir Kínverja geti keypt sér íbúðir, þeir hafa einfaldlega ekki efni á því.

Ef fasteignamarkaðurinn fer að skjálfa er ljóst að margir munu lenda í vanda því þá neyðast margir spákaupmenn væntanlega til að selja fasteignir sínar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt