fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Vara við hryðjuverkum í Svíþjóð – Útiloka ekki hryðjuverk á Íslandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 06:00

Breskir lögreglumenn bregðast við hryðjuverkaárás. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska utanríkisráðuneytið hefur hækkað aðvörunarstig sitt varðandi hættuna á hryðjuverkum í Svíþjóð í ráðleggingum til Breta sem hyggjast leggja land undir fót. Ráðuneytið hækkaði hættumatið í gær og sagði „vaxandi ógn“ steðja að. Af Norðurlöndunum telur breska utanríkisráðuneytið mestar líkur á að hryðjuverk verði framið í Svíþjóð en útilokar ekki að hryðjuverk verði framin hér á landi.

Á vefsíðu ráðuneytisins kemur fram að hryðjuverkamenn séu mjög líklegir til að fremja hryðjuverk í Svíþjóð og gætu ferðamenn orðið fyrir barðinu á þeim. Ráðuneytið segir vaxandi hryðjuverkaógn steðja að Svíþjóð. Sama orðalag er notað um hættumatið í Svíþjóð og um hættuna í Bandaríkjunum, Rússlandi, Egyptalandi og Ísrael. Expressen segir að breska utanríkisráðuneytið hafi ekki viljað tjá sig frekar um málið í gærkvöldi.

Hættumatið er óbreytt hvað varðar hin Norðurlöndin. Ráðuneytið telur líklegt að hryðjuverkamenn reyni að fremja hryðjuverk í Danmörku og Noregi. Það segir að ekki sé hægt að útiloka að hryðjuverk verði framin í Finnlandi og það sama á við um Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“