fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

„Þeir voru bara að vinka bless“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af um það bil 60 menntaskólastrákum hefur verið fordæmd víða, en á henni virðast piltarnir senda nasistakveðju. Myndin var tekin í maí síðastliðnum í Wisconsin í Bandaríkjunum en það var á dögunum sem hún birtist opinberlega og fór sem eldur í sinu um netheima.

Nú hefur maðurinn sem tók myndina stigið fram og komið drengjunum til varnar. Pete Gust er faðir eins af piltunum á myndinni og var það hann sem tók myndina. Hann veit því hvað gekk á áður en myndin var tekin.

Í samtali við AP-fréttastofuna segir Pete að piltanir hafi einfaldlega verið að „vinka foreldrum sínum bless“ áður en þeir héldu á lokaball skólans. Pete segist þó skilja það að myndin hafi farið fyrir brjóstið á mörgum og handabendingar piltanna líti ekki beint vel út.

Aðspurður hvort tilgangurinn hafi verið að senda kveðju að hætti nasista, segir Pete að hann hafi ekki skynjað það þegar myndin var tekin. „Það var ekkert sem gaf það til kynna. Markmiðið var ekki að líkja eftir einu eða neinu og klárlega ekki að móðga neinn.“

Samtök gyðinga gagnrýndu myndina harðlega, þar á meðal Auschwitz-Birkenau-safnið í Póllandi.

Jordan Blue, einn þeirra pilta sem er með hægri höndina niðri á myndinni, segist telja að um vanhugsað grín hafi verið að ræða. Félagar hans hafi sannarlega ætlað að senda nasistakveðju en ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða