fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Eineltishrottar hvöttu Johannes til að fyrirfara sér

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 05:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum hefur Johannes, 17 ára, fengið mörg skilaboð þar sem hann er hvattur til að taka eigið líf. „Oj, hvað þú ert ljótur, dreptu þig sjálfur.“ „Enginn vill sjá þetta ljóta andlit þitt. Þú ert ógeðslegur vanskapningur, það er kominn tími til að finna reipi.“ Eitthvað á þessa leið eru tvö þeirra skilaboða sem Johannes hefur fengið.

Hann býr í Spydeberg í Noregi og stundar nám í framhaldsskóla þar. Hann er með sjaldgæfan litningagalla en er að flestu leyti eins og annað ungt fólk á þessum aldri. Honum finnst gaman að spila í leikjatölvum, er virkur á samfélagsmiðlum og fylgist með tísku og straumum.

Nýlega byrjaði hann að nota vinsælt app, TikTik, sem er notað til að deila myndböndum og vera með beinar útsendingar. En ekki leið á löngu áður en gróf orðræða og alls kyns viðbjóður byrjaði að dynja á honum. Margir báðu hann um að taka eigið líf.

Tvö þeirra skilaboða sem Johannes hefur fengið.

„Það er ekki í lagi að skrifa svona, það er hræðilegt. En ég læt þetta ekki á mig fá, ég á marga aðra vini.“

Sagði hann í samtali við Norska ríkisútvarpið.

Móðir hans vakti athygli á málinu og hefur það vakið mikla athygli.

„Þetta var hræðilegt. Það er ógnvekjandi að sjá hvað er í gangi í raun og veru. Það er augljóst að maður óttast að barni manns líði illa.“

Sagði móðir hans.

Nærsamfélagið hefur einnig brugðist við málinu og má nefna að þegar Johannes mætti í skólann á þriðjudaginn tóku samnemendur hans á móti honum til að sýna honum stuðning og hrósa honum fyrir að segja sögu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva