fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Eru allir búnir að gleyma Charlene?

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir ungrar stúlku sem hvarf árið 2003 gagnrýnir að sífellt meiri fjármunum sé varið í leitina að Madeleine McCann. Á sama tíma sé útlitið þannig að allir séu búnir að gleyma dóttur hennar – og öðrum börnum sem hafa horfið í Bretlandi.

Bresk yfirvöld ákváðu á dögunum að veita 150 þúsund pundum til viðbótar við rannsóknina á hvarfi Madeleine. Eins og flestir vita var Madeleine numin á brott vorið 2007 meðan hún var í sumarleyfi með foreldrum sínum í Portúgal. Alls hefur rannsóknin á hvarfi hennar kostað 12 milljónir punda, vel á annan milljarð króna á núverandi gengi.

Charlene Downes var 14 ára gömul þegar hún hvarf í Blackpool árið 2003. Hún sást síðast í miðbæ Blackpool en hvarf síðan sporlaust. Lögregla rannsakaði málið á sínum tíma, ákærði meira að segja tvo karlmenn sem síðar voru sýknaðir. Grunur leikur á að Charlene hafi verið rænt af barnaníðingum í Blackpool en á þessum tíma höfðu allt að 60 ungar stúlkur verið misnotaðar af eldri mönnum á skömmu tímabili. Fengu þær peninga, sígarettur og áfengi í skiptum fyrir kynlíf.

Enn sem komið er hefur enginn verið dæmdur fyrir aðild að hvarfi hennar og þá hefur ekkert spurst til Charlene frá þessum örlagaríka degi þann 1. nóvember 2003.

Karen Downes, móðir Charlene, gagnrýnir að leitin að Madeleine McCann fái aukna fjárveitingu en á sama tíma sé fjöldi annarra barna sem hafa horfið, Charlene þar á meðal.

„Öll þessi börn þurfa rödd,“ sagði Karen í viðtali við The Sun og lét að því liggja að þar sem um er að ræða fátækar millistéttarfjölskyldur sé minni áhersla lögð á að leysa þau mál. „Barn hverfur í Bretlandi á þriggja mínútna fresti að meðaltali. Hvað með öll þessi börn sem koma aldrei aftur heim? Madeleine hvarf ekki einu sinni í þessu landi – þetta er mál fyrir portúgölsku lögregluna að leysa, en samt halda peningarnir áfram að streyma í rannsóknina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva