fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Óhugnanleg mynd vekur ótta um að árásir séu yfirvofandi á sænska skóla – Aukin öryggisgæsla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 08:21

Myndin sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur óhugnanlegri mynd verið dreift á samfélagsmiðlum í Svíþjóð og þá aðallega hjá fólki sem býr í Trollhättan og Vänersborg. Á myndinni sést baksvipur einhvers sem er klæddur eins og Anton Lundin Pettersson sem myrti þrjá í skóla í Trollhättan 2015. Myndin hefur vakið töluverðan ótta um að árásir á skóla séu í bígerð. Öryggisgæsla hefur því verið aukin í skólum á þessum svæðum og starfsfólk er beðið að vera á varðbergi.

Myndinni hefur meðal annars verið dreift á Snapchat og Facebook. Sá sem er á myndinn er í síðri svartri kápu eins og Anton Lundin Pettersson klæddist þegar hann gekk inn í Kronan skólann í Trollhättan vopnaður sverði haustið 2015 og myrti þrjá. Með myndinn er texti þar sem fólki í Trollhättan og Vänersborg er sagt að gæta sín.

Anton Lundin Pettersson í Kronan skólanum.

Í báðum sveitarfélögunum hefur verið brugðist við þessu með því að auka öryggisgæslu í og við skóla að sögn Aftonbladet. Lögreglan vinnur með skólayfirvöldum að málinu og fylgist náið með.

Myndin var tekin utandyra í Trollhättan við strætisvagnastöð en ekki er vitað hvenær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva