fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Uppnám í Bretlandi: Þrír ráðherrar segja af sér – Segja ESB kúga Bretland

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 10:55

Theresa May.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominic Raab, Esther McVey og Shailesh Vara hafa sagt af sér ráðherradómi í Bretlandi. Ástæðan er yfirvofandi úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og samningsdrög þar að lútandi sem nú liggja fyrir.

Fyrstur til að ríða á vaðið var Shailesh Vara, ráðherra málefna Norður-Írlands, en Vara var einn þeirra sem kaus gegn útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Í morgun fylgdu svo tveir ráðherrar í fótspor hans; Esther McVey, sem fer með atvinnumál í bresku ríkisstjórninni, og Dominic Raab sem fór með Brexit-málin.

Ráðherrarnir eru ósáttir við samningsdrögin og það hvernig útgöngu Breta úr ESB verður háttað. Raab og McVey segjast ekki geta setið áfram með góðri samvisku og segja að ESB sé að kúga Bretland til hlýðni. Sagði McVey að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, væri með drögunum að ganga gegn úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Ljóst er að Theresa May er í vanda stödd en hún hefur látið hafa eftir sér að hún hafi tekið réttar en jafnframt erfiðar ákvarðanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva