fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Dæmdur fyrir þrjú morð – Síðan byrjaði hann að tala

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 07:50

Samuel Little.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1987 til 1989 fundust þrjár konur látnar í húsasundum í Los Angeles. Allar höfðu þær verið kyrktar. Það var ekki fyrr en 25 árum síðar sem morðinginn fannst. hann heitir Samuel Little og var 75 ára þegar hann var handtekinn. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Nú fjórum árum síðar er óhætt að segja að Little tali og tali við lögregluna en hann er að segja henni frá óhugnanlegri fortíð sinni. Svo hrikalegri að líklegt má telja að hann sé afkastamesti raðmorðinginn sem upp hefur komist um í Bandaríkjunum og er þó af nógu af taka. Samkvæmt frétt NBC News hefur Little nú þegar skýrt lögreglunni frá nákvæmum upplýsingum um rúmlega 90 morð til viðbótar en þau voru framin í ýmsum ríkjum Bandaríkjanna.

Bobby Blandt, saksóknari í Ector sýslu, segir að nú sé búið að staðfesta að frásögn Little af rúmlega 30 af þessum morðum sé rétt og enn hafi hann ekki gefið neinar rangar upplýsingar.

Little byrjaði að skýra frá málunum eftir lögreglan ræddi við hann fyrr á árinu vegna rannsóknar á morðinu á Denise Christie Brothers í Texas árið 1994. Hún sást síðast á lífi á bifreiðastæði í janúar það ár. Fjórum vikum síðar fannst lík hennar á byggingarsvæði skammt frá, hún hafði verið kyrkt. Þegar lögreglan yfirheyrði Little vegna málsins í maí á þessu ári skýrði hann frá smáatriðum varðandi málið sem höfðu aldrei verið gerð opinber af lögreglunni. Í kjölfarið var hann framseldur frá Kaliforníu til Texas þar sem hann situr nú í fangelsi.

Lögreglumenn frá mörgum ríkjum hafa nú yfirheyrt hann um óupplýst morð sem voru framin frá 1970 til 2005. Meðal þeirra ríkja sem þau voru framin í eru Texas, Flórída, Georgía, Kentucky, Ohio, Kalifornía, Arizona og Nýja Mexíkó. Newsweek segir að Little hafi verið samstarfsfús og hafi ekki átt í neinum vandræðum með að útskýra tengsl sín við málin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva