fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Nokkrar mýtur um konur og kynlíf

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur eru algjörlega meðvitaðar um hvernig þær eiga að táldraga karlmenn og þær horfa aldrei á klám. Eða hvað? Það er eins með konur og karla, það eru margar mýtur um þær og kynlíf.

Nýlega var fjallað um málið á vef Samvirke og var Jesper Bay-Hansen læknir og kynlífsfræðingur fenginn til að aflífa nokkrar af þessum mýtum.

Alvöru kona veit hvernig hún á að táldraga karlmann. „Á stofunni minni glími ég oft við hugmyndina um að konan eigi að táldraga á annan hátt en karlinn. Mörgum konum finnst erfitt að táldraga mann því þær mega gjarnan taka frumkvæðið að kynlífi en samt mega þær ekki vera of ögrandi og bjóða augljóslega upp á kynlíf því þá gefa þær til kynna að ekki sé erfitt að fá þær í bólið. Karlar mega gjarnan sýna langanir sínar eins og þeim sýnist en ef kona gerir það sama eru hún drusla í augum margra. Það eru margir gamlir menningarlegir fordómar um að karlar megi stunda kynlíf með mörgum en konur ekki.“

Konur geta ekki skilið kynlíf og ást að eins og karlar geta. „Það eru margar konur sem fara í kynlífsklúbba til að stunda kynlíf og ekkert annað. Þær sýna að þær geta vel aðskilið þetta. Þær sækjast eftir hreinni kynlífsupplifun. Það eru líka margir karlar sem tengja kynlíf við ást og á hinn bóginn eru margar konur og karlar sem geta skilið kynlíf og ást að. Mýtan er alhæfandi og býr til nokkrar steríótýpur sem eru ekki til. Af hverju ættu konur að vera verri í að skilja kynlíf og ást að?“

Alvöru kona verður blaut án vandræða, helst rennandi blaut. „Það er mismunandi hversu blautar konur verða og það er mismunandi hversu blautar þær verða hverju sinni. Hvað með konu sem fær ekki nægan forleik en hefur þörf fyrir það? Eða konu með sykursýki sem hefur oft í för með sér erfiðleika við að blotna? Það er svo margar ástæður fyrir að hún verður kannski ekki blaut frá fyrstu eða tíundu sekúndu. Margar konur glíma við þurrk eftir tíðahvörf. Þær eru enn alvöru konur og einnig kynverur. Vandinn er að við líkjum vanda við að blotna við að vera ekki alvöru kona. Þetta er bara helvítis kjaftæði.“

Konur vilja láta karlinn drottna yfir sér í rúminu og láta hann taka sig af hörku. „Það eru margar konur sem vilja blíðan mann sem veitir þeim langan og munúðarfullan forleik, gælir við allan líkama hennar og færir sig hægt og rólega nær kynfærum hennar. Ég hitti margar konur sem segja mér að þær viti ekkert verra karl sem flýtir sér og meðhöndlar snípinn eins og starttakka. Þessi mýta er vandi fyrir karla og konur. Ef maðurinn trúir þessari mýtu þá gerir hann kannski eitthvað sem fer út fyrir mörk konunnar eða meiðir hana. Ef konan trúir þessu þá finnst henni hún vera eitthvað skrýtin ef hún vill ekki láta stjórna sér og taka sig harkalega.“

Klám er ekkert fyrir konur. „Rannsóknir sýna að karlar horfa meira á klám en konur. Hefðbundið klám er yfirleitt framleitt af körlum fyrir karla. En það verður að gæta þess að alhæfa ekki því margar konur horfa á klám. Margar kæra sig ekki um klám þar sem samfarir hefjast fljótt og fullnægingar koma fljótt. Við horfum á klám með mismunandi hætti. Karlar horfa yfirleitt á klám til að fróa sér en það er hröð leið til örvunar og fullnægingar. Konur horfa á klám af mörgum ástæðum, stundum til að örvast kynferðislega, stundum af því að þær eru forvitnar um hvernig eitthvað er gert og hvernig aðrir gera hlutina og stundum horfa vinkonur saman. Það er ekki endilega af því að þær ætli að örvast kynferðislega saman heldur af því að þær fara saman í ferð inn í þennan gerviheim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva