fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Hversu lengi á maður að vera í sömu vinnunni?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 16:03

Er kominn tími til að skipta um starf?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæstir reikna kannski með að vera alla tíð í sama starfinu. En hversu lengi á maður að vera í sama starfinu áður en maður skiptir um starfsvettvang? Það getur verið slæmt fyrir starfsframan að vera of stutt í starfi og það sama gildir um að vera of lengi. En hvenær á maður þá að íhuga að skipta um vinnu?

Susy Welch, sem hefur skrifað margar metsölubækur um stjórnun, segir að enginn vænti þess í dag að fyrsta starfið verði einnig það síðasta. Á einhverjum tímapunkti skipti flestir um starf. Annað hvort til að fá hærri laun eða af persónulegum ástæðum.

Ekki er svo langt síðan að það var algengt að starfsævinni væri eytt hjá sama vinnuveitandanum sem þakkað kannski fyrir sig við starfslok með að gefa starfsmanninum gullúr og halda smá veislu.

Welch segir að hún telji best fyrir fólk að skipta um starf eftir þrjú til fimm ár á sama staðnum.

„Ég er vön að ráðleggja fólki að hugsa um næsta skref á starfsferlinum þegar það hefur verið þrjú ár í starfi.“

Hefur CBS eftir henni.

Ef maður er of lengi í starfi fara mannauðsstjórar að efast um að umsækjandinn geti aðlagast nýrri vinnustaðamenningu, öðrum hraða og öðrum vinnuhraða.

En eins og með flest þá eru undantekningar. Welch segir að ef fólk er ánægt með starf sitt og sjái tækifæri til frama þá eigi það að halda áfram á sama stað.

„Það er engin ástæða til að hætta í vinnu sem þú elskar og virðist opna fyrir bjarta framtíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva