fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Klóakið í fjölbýlishúsinu bjó yfir skelfilegu leyndarmáli – Upp komst um hræðilegt mál

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. nóvember 2018 21:35

Lögreglumenn að störfum við heimili Dennis Nilsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dennis Nilsen fæddist þann 23. nóvember 1945 í Fraserburgh í Skotlandi. Faðir hans var norskur en móðir hans skosk. Hann hefur verið nefndur „The Muswell Hill Murderer” en hann var einn afkastamesti raðmorðingi Bretlandseyja. Vitað er að hann myrti 12 karla og reyndi að myrða 7 til viðbótar. Morðin voru hrottaleg en að þeim loknum tók við sérkennileg athöfn.

Af þeim raðmorðingjum, sem vitað er um á Bretlandseyjum, var aðeins Harold Shipman, doktor dauði, afkastameiri en Dennis.

Faðir Dennis, Olav Magnus Moksheim, sem tók upp Nilsen nafnið) kom til Skotlands á meðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir en hann var í norska hernum. Eftir stutt ástarævintýri kvæntist hann Elizabeth, móður Dennis Nilsen. Þau bjuggu hjá foreldrum hennar. Hjónabandið var engin sæla fyrir Elizabeth því Olav Magnus var mjög upptekinn af stríðinu. Hann var mikið að heiman og lagði ekkert á sig til að eyða tíma með fjölskyldu sinni. Þau hjónin náðu engu að síður að eignast þrjú börn, stúlku og dreng til viðbótar við Dennis.

1945 skildu foreldrarnir og ólust Dennis og systkin hans upp hjá móður sinni sem bjó áfram heima hjá foreldrum sínum. Samband Dennis við afa sinn var mjög náið og það fékk mikið á hann þegar afi hans lést 62 ára að aldri.

Dennis í lögreglubúningi.

Uppvaxtarárin voru Dennis erfið en hann glímdi við óvissu um eigin kynhneigð. Bróðir hans, sem var eldri en Dennis, grunaði að Dennis væri samkynhneigður og dró ekki af sér í stríðni og lét Dennis oft heyra það innan um aðra stráka. Dennis þreifst illa í þessum litla skoska bæ og gekk í herinn í þeirri von að þannig kæmist hann á brott. Hann starfaði sem kokkur í hernum og var meðal annars staðsettur í Vestur-Þýskalandi og Noregi. Á þessum tíma byrjaði hann að neyta áfengis í miklu óhófi. Samtímis byrjaði hann að láta sig dreyma um kynlíf með dánu fólki en þessir draumar ágerðust eftir því sem árin liðu.

Eftir 11 ár í hernum endaði Dennis í Lundúnum þar sem hann fékk vinnu hjá lögreglunni. Honum líkaði það vel sem og þau verkefni sem hann tókst á við í vinnunni. Þegar kom fram á 1978 átti hann nokkur misheppnuð ástarsambönd að baki, hann var að mestu einn og drakk ótæpilega.

Morðin byrja

Það var á þessum tíma sem Dennis byrjaði að myrða karlmenn. Á næstu fimm árum lokkaði hann 12 unga menn, allt niður á unglingsaldur, með sér heim þar sem ekkert nema hræðileg martröð beið þeirra. Martröð sem endaði með dauða þeirra.

Dennis hitti flest fórnarlömbin á skemmtistöðum fyrir samkynhneigða. Hann fékk mennina með sér heim og gaf þeim að borða og drekka. Því næst kyrkti hann þá. Ef fórnarlömbin misstu meðvitund en dóu ekki fór hann með þau inn á bað og drekkti þeim í baðkarinu. Að því loknu tók við sérkennileg athöfn þar sem hann baðaði líkin, klæddi þau og geymdi líkin síðan heima hjá sér vikum og stundum mánuðum saman áður en hann hlutaði þau í sundur. Innri líffærin tók hann og henti yfir girðingu bak við heimili sitt eða nærri almenningsgarði í nágrenninu. Öðrum líkamshlutum henti hann á bál. Hann játaði ósæmilega kynferðislega umgengni við líkin. Síðustu fórnarlömbin geymdi hann inni á baði heima hjá sér og tætti líkin hægt og bítandi niður og sturtaði niður í klósettið.

Það var síðan 1983 að það komst upp um Dennis en þá kvörtuðu nágrannar hans yfir stíflu í klóakinu í húsinu. Þegar húsvörðurinn kannaði málið fann hann líkamshluta fólks í rörunum. Lögreglunni var að sjálfsögðu tilkynnt um þetta og böndin beindust fljótlega að Dennis. Hann reyndi að bera af sér sakir í upphafi en gafst fljótlega upp og játaði að hafa myrt 12 karlmenn. Í íbúð hans fundu lögreglumenn tvo plastpoka fulla af líkamsleifum.

Líkamsleifar bornar út af heimili Dennis.

Dennis játaði raunar á sig 15 morð en rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að hann hafði myrt 12 menn.

Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi og lést í fangelsi þann 12. maí á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva