fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

AliBaba seldi fyrir 123 milljarða á 85 sekúndum

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 11:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem heimurinn hafi orðið kaupóður síðustu helgi á hinum árlega Degi einhleypra, eða Singles Day, á vefverslunum AliBaba og AliExpress. Greint er frá því á vef BBC að kínverska fyrirtækið hafi sett nýtt sölumet síðasta sunnudag, og selt fyrir 1 milljarð Bandaríkjadala, eða 123 milljarða íslenskra króna á fyrstu 85 sekúndunum eftir að opnað var á tilboðin.

Dagur einhleypra er alls ekki gömul hefð en hann var búinn til af AliBaba árið 2009 sem einskonar mótvægi við Valentínusardaginn. Fyrirtæki víða um heim, þar á meðal á Íslandi, taka nú þátt í Degi einhleypra og bjóða upp á tilboð á netinu.

Það er erfitt að ná utan um sölutölurnar. Tölurnar sem um ræðir eru það háar að hætt er að telja þær í milljörðum og eru þær komnar upp í billjarða, seldi AliBaba alls fyrir 3,7 billjarða íslenskra króna eða 3.690 milljarða. Til samanburðar nam landsframleiðsla Íslands fyrir árið 2017 alls 2.550 milljörðum króna.

Fyrir þá sem misstu af tilboðum á Degi einhleypra þá er ekki að örvænta, þann 23. nóvember er Svartur fössari, eða Black Friday, á mánudeginum 26.nóvember verður svo Cyber Monday. Verða mörg íslensk fyrirtæki einnig með afslætti í tengslum við þá daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva