fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Kannabisneysla þrefaldar líkurnar á geðrofi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. nóvember 2018 22:45

Anderson vill nota sérstaka kannabisrafmynt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að kannabisnotkun valdi geðrofi hjá fólki en ekki öfugt. Norskir og bandarískir vísindamenn rannsökuðu áhrif kannabisnotkunar og einkenni geðrofs hjá tæplega 1.400 tvíburapörum. Í ljós kom að sterkt samhengi var á milli kannabisnotkunar og almennra einkenna geðrofs. Áður hefur verið sýnt fram á þetta samhengi.

Eivind Ystrøm, sem vann að rannsókninni, segir að þessar niðurstöður sýni að ef annar tvíburinn reyki kannabis séu 3,5 sinnum meiri líkur á að hann þrói með sér geðrof en sá sem ekki notar kannabis. Hann sagði að ekki væri annað að sjá en kannabisneysla orsaki geðrof.

Eineggja tvíburar eru með samskonar erfðavísa og verða að jafnaði fyrir mjög álíka umhverfisáhrifum. Ef annar þeirra þjáist af geðrofa og líferni þeirra hefur verið ólíkt, til dæmis hefur annar þeirra notað kannabis, þá er það að sögn Ystrøm sterk vísbending um að kannabis valdi geðrofi. Sérstaklega ef niðurstaðan er sú sama hjá mörgum tvíburapörum.

Í rannsókninni var rætt beint við þátttakendurna og þeir rannsakaðir, þeir voru ekki látnir fylla út spurningalista. Þetta segir Ystrøm að geri niðurstöðurnar sterkari og þær séu meira en bara vísbending.

Geðrof er mjög arfgengt og því getur hugsast að þeir sem fá geðrof hefðu fengið það hvort sem þeir notuðu kannabis eða ekki. Ef þeir hefðu sleppt því að nota kannabis gæti hugsast að geðrofið hefði ekki brotist út fyrr en síðar. Fyrri rannsókn sýnir að sögn Aftenposten að kannabisnotkun geti valdið því að arfgengt geðrof brjótist út tæplega þremur árum fyrr en ella.

Vísindamennirnir tóku tillit til erfðafræðilegra þátta og umhverfisáhrifa í rannsókninni og niðurstaðan var eins og fyrr greindi að mun meiri líkur voru á að þeir sem misnota kannabis fái geðrof.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva