fbpx
Fimmtudagur 21.mars 2019
Pressan

Lottómilljónamæringur fullkomnar stórsigur demókrata í Kaliforníu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 07:16

Gil Cisneros. Mynd/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var Gil Cisneros lýstur sigurvegari í baráttunni um síðasta þingsæti Kaliforníu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en kosningarnar fóru fram þann 6. nóvember. Hann fullkomnaði þar með stórsigur demókrata í þessu stærsta ríki Bandaríkjanna. Nú eru demókratar með 45 af 53 þingsætum Kaliforníu í fulltrúadeildinni. Demókratar bættu við sig 6 þingsætum frá síðustu kosningum fyrir tveimur árum.

Flest sætanna unnu þeir í Orange County sem hefur fram að þessu verið traustur heimavöllur repúblikana í þessu sterka ríki demókrata. Með sigri Cisneros í Orange County eru öll sjö kjördæmi sýslunnar nú á bandi demókrata að hluta eða öllu leyti. Það er í fyrsta sinn síðan 1940 að það gerist.

Cisneros er uppgjafahermaður, mannvinur og lottómilljónamæringur en hann vann 266 milljónir dollara 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Þjófarnir töldu sig hafa komist í feitt: Lögregla sneri á þá á snilldarlegan hátt

Þjófarnir töldu sig hafa komist í feitt: Lögregla sneri á þá á snilldarlegan hátt
Pressan
Í gær

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið

Skaut kærastann – Hann hraut svo mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“

Segir Michael Jackson ekki hafa verið barnaníðing – „Staðreyndirnar ykkar eru falskar, myndirnar ykkar eru falskar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“

Ný réttarhöld verða að fara fram í nauðgunarmáli – Dómurum (konum) fannst fórnarlambið of „karlmannlegt“