fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Telja sig hafa upplýst hrottalegt morðmál – Heil fjölskylda á dauðadóm yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. nóvember 2018 07:28

Wagner-Fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur og hálfu ári voru átta manns úr sömu fjölskyldunni myrtir á hrottalegan hátt á heimilum sínum í Ohio í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að 200 lögreglumenn hafi unnið að rannsókn málsins og háum peningaverðlaunum hafi verið heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til að málið upplýstist varð lögreglunni lítið ágengt þar til nýlega.

Fjórir, úr sömu fjölskyldunni, hafa verið handteknir og ákærðir vegna morðanna. Fólkið á allt dauðadóm yfir höfði sér ef það verður sakfellt. Nú þegar hefur Jake Wagner, 26 ára, verið færður fyrir dómara vegna málsins og lýsti hann sig saklausan af sakargiftum. Enn á eftir að færa bróður hans, George 27 ára, og foreldra hans, Angela og Billy sem eru 47 og 48 ára, fyrir dómara og því liggur afstaða þeirra til ákærunnar ekki fyrir.

Lögmaður fjölskyldunnar, John Kearson Clark, segir að hún hafi ekki komið nálægt morðunum og hlakki til réttarhaldanna þar sem hún fái tækifæri til að hreinsa nafn sitt.

Fórnarlömbin.

Mike DeWine, saksóknari, segir að morðin hafi verið framin vegna forræðisdeilu yfir barni sem Jake Wagner átti með Hanna Rhoden, 19 ára, sem var ein þeirra myrtu en auk hennar voru foreldrar hennar, tvö systkin og þrír ættingjar þeirra myrtir. Í fyrstu var talið að átök eiturlyfjasala lægju að baki morðunum.

Fórnarlömbin voru flest skotin þremur til níu skotum og mörg þeirra voru einnig laminn hrottalega. DeWine segir að Wagner-fjölskyldan hafi undirbúið morðin mánuðum saman og hafi skipulagt þau niður í minnstu smáatriði.

„Þau voru myrt með köldu blóði.“

Segir hann og segir rannsókn málsins vera þá „lengstu og flóknustu, í sögu Ohio.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur