fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Málaferli vegna Söknuðar Jóhanns Helgasonar eru hafin – Stal Rolf Lovland lagi Jóhanns? Milljarðar í húfi – Hlustaðu á lögin hér

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 07:58

Jóhann Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var stefna tónlistarmannsins Jóhanns Helgasonar gegn norska lagahöfundinum Rolf Lovland og rúmlega tuttugu öðrum lögð fram fyrir dómstóli í Los Angeles. Jóhann stefnir Lovland og fleirum vegna meints stulds á hinu þekkta lagi Söknuði sem Jóhann samdi 1977. Í stefnunni er fullyrt að lagið You Raise Me Up sem Lovland segist hafa samið 2001 með texta Brendans Graham sé ekkert annað en Söknuður Jóhanns Helgasonar.

Fréttablaðið skýrir frá málarekstrinum í dag. Söngvarinn Josh Groban gerði lagið You Raise Me Up heimsfrægt 2003 en síðan hefur það komið út í rúmlega 2.000 útgáfum. Eins og raunin er með Söknuð Jóhanns Helgasonar þá er You Raise Me Up mikið leikið við jarðarfarir, minningarathafnir og á stórviðburðum.

Jóhann krefst þess að honum verði dæmdar allar þær tekjur sem Lovland og fleiri hafa haft af You Raise Me Up. Meðal hinna stefndu eru útgáfurisarnir Universal Music og Warner Music Group og efnisveiturnar Spotify og iTunes.

Fréttablaðið hefur eftir Jóhanni að búast megi við harðri mótspyrnu hinna stefndu enda eru miklir hagsmunir undir.

„Það er eðlislægt þeim sem sölsa undir sig eigur annarra að vilja síður skila þeim, það á ekki síst við um eigur sem skapa verðmæti.“

Hefur Fréttablaðið eftir Jóhanni.

Michael Machat, lögmaður Jóhanns, sagði í samtali við Fréttablaðið að hann telji Jóhann eiga góða sigurmöguleika í þessu máli. Líkindi laganna séu svo mikil fyrir hinum almenna hlustanda að kviðdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að Lofland hafi nýtt sér Söknuð þegar hann samdi You Raise Me Up.

En hvað finnst lesendum eru lögin keimlík? Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á þau bæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?