fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Dularfullar drunur valda vísindamönnum heilabrotum – „Ég held ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 06:25

Mayotte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. nóvember síðastliðinn komu lágtíðnihljóð, drunur, fram á mælum jarðvísindamanna víða um heiminn. Hljóðin komu meðal annars fram á mælum í Kanada, Nýja-Sjálandi, Chile, Hawaii og á Madagascar. Upptök þeirra voru síðar rakin til hafsvæðis í um 20 km fjarlægð frá frönsku eyjunni Mayotte sem er í Indlandshafi. Vísindamenn vita ekki hver upptök hljóðanna voru en þau minna helst á hljóðin sem fylgja jarðskjálftum en engir stórar skjálftar voru þegar hljóðin komu fram á mælum.

Getgátur hafa verið uppi um að eldgos neðansjávar hafi valdið þeim eða kvikuflæði en þetta eru bara getgátur og vísindamenn eru í raun litlu nær um uppruna hljóðanna.

National Geographic hefur eftir Göran Ekström, jarðskjálftafræðingi hjá Columbia háskólanum, að hann hafi líklegast aldrei séð neitt þessu líkt. Hann tók einnig fram að það þýddi ekki endilega að upptök hljóðanna væru svo sérstök.

Hér sást hljóðbylgjurnar eins og þær komu fram.

Sérfræðingar og áhugafólk um jarðvísindi hefur rætt málið mikið sín á milli og þar með á samfélagsmiðlum og hafa margir lýst undrun sinni á þeim.

Vísindamenn eru nú að reyna að komast að hvað orsakaði þessi hljóð en eru litlu nær enn sem komið er. Vísindamenn hjá frönsku jarðfræðistofnuninni segja að hugsanlega hafi hljóðið myndast þegar kvika færði sig nær yfirborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva