fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Dularfullar drunur valda vísindamönnum heilabrotum – „Ég held ég hafi aldrei séð neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 06:25

Mayotte.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. nóvember síðastliðinn komu lágtíðnihljóð, drunur, fram á mælum jarðvísindamanna víða um heiminn. Hljóðin komu meðal annars fram á mælum í Kanada, Nýja-Sjálandi, Chile, Hawaii og á Madagascar. Upptök þeirra voru síðar rakin til hafsvæðis í um 20 km fjarlægð frá frönsku eyjunni Mayotte sem er í Indlandshafi. Vísindamenn vita ekki hver upptök hljóðanna voru en þau minna helst á hljóðin sem fylgja jarðskjálftum en engir stórar skjálftar voru þegar hljóðin komu fram á mælum.

Getgátur hafa verið uppi um að eldgos neðansjávar hafi valdið þeim eða kvikuflæði en þetta eru bara getgátur og vísindamenn eru í raun litlu nær um uppruna hljóðanna.

National Geographic hefur eftir Göran Ekström, jarðskjálftafræðingi hjá Columbia háskólanum, að hann hafi líklegast aldrei séð neitt þessu líkt. Hann tók einnig fram að það þýddi ekki endilega að upptök hljóðanna væru svo sérstök.

Hér sást hljóðbylgjurnar eins og þær komu fram.

Sérfræðingar og áhugafólk um jarðvísindi hefur rætt málið mikið sín á milli og þar með á samfélagsmiðlum og hafa margir lýst undrun sinni á þeim.

Vísindamenn eru nú að reyna að komast að hvað orsakaði þessi hljóð en eru litlu nær enn sem komið er. Vísindamenn hjá frönsku jarðfræðistofnuninni segja að hugsanlega hafi hljóðið myndast þegar kvika færði sig nær yfirborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta