fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Lögregla harðlega gagnrýnd: Hikar ekki við að keyra niður grunaða glæpamenn – Þingmaður blandar sér í málið

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 2. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta ætti ekki að vera leyfilegt fyrir einn né neinn. Lögregla er ekki hafin yfir lög,“ segir Diane Abbott, þingmaður breska Verkamannaflokksins. Tilefnið er myndband frá Lundúnalögreglunni sem sýnir nýja nálgun hennar í að stöðva grunaða glæpamenn sem ferðast um borgina á vespum.

Lögreglumenn sem veita slíkum mönnum eftirför hika ekki við að aka á þá eins og myndbandið hér að neðan sýnir. Sitt sýnist hverjum um þessa aðferð; sumir telja að lögreglan þurfi að beita öllum tiltækum ráðum til að stöðva einstaklinga sem reyna að flýja undan lögreglu á meðan aðrir benda á að þetta sé hættulegt og geti valdið alvarlegum slysum, jafnvel örkumli.

Diane Abbott er í seinni hópnum og gagnrýndi hún lögregluna harðlega í færslu á Twitter – sagði að athæfið væri stórhættulegt. Lögregla svaraði að bragði og sagði að þingmenn, eins og Abbott, ættu að vita að aðferðin væri leyfileg.

Svo virðist vera sem fleiri hafi sýnt lögreglu stuðning en þingkonunni, að minnsta kosti ef marka má umræðurnar á Twitter. Hér að neðan má sjá myndband af aðferð lögreglunnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“