fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Austurríkismenn af tyrkneskum ættum eiga á hættu að missa vegabréf sín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 07:50

Frá Vínarborg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund Austurríkismenn af tyrkneskum ættum eiga nú á hættu að missa austurrísk vegabréf sín. Til að forðast það þurfa þeir að sanna að þeir séu ekki tyrkneskir ríkisborgarar. Samkvæmt austurrískum lögum má fólk aðeins vera með ríkisborgararétt í einu landi. Um 100.000 Austurríkismenn af tyrkneskum ættum eru á lista austurrískra yfirvalda yfir fólk sem þarf að sýna fram á að það sé ekki með tyrkneskan ríkisborgararétt.

Flestir þeirra hafa nú fengið bréf frá hinu opinbera þar sem þeim er gert að sanna að þeir séu ekki með tyrkneskan ríkisborgararétt. Austurrísk yfirvöld hafa fundið nöfn 85 Austurríkismanna á tyrkneskum kjörskrám og grunar því að margir séu einnig með tyrkneskan ríkisborgararétt.

Margir eru í mikilli klemmu vegna þessa enda ekki auðvelt fyrir alla að sanna að þeir séu ekki tyrkneskir ríkisborgarar. Í umfjöllun Die Welt um málið er haft eftir Peter Weidisch, lögmanni, að einn skjólstæðinga hans hafi fengið þær upplýsingar hjá tyrkneska sendiráðinu að þar á bæ væri ekki hægt að gera neitt fyrir hann því hann væri ekki Tyrki. Fólk er því lent á milli steins og sleggju í málinu.

Sendiráðið ráðlagði einum Tyrkja að fara til Tyrklands til að afla nauðsynlegra skjala. Það vill hann ekki gera því hann óttast að lenda í fangelsi vegna uppruna síns, hann er Kúrdi, og stjórnmálaþátttöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru hefnd fyrir hryðjuverkið í Christchurch á Nýja-Sjálandi
Pressan
Í gær

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980

Mikið áhyggjuefni – Grænlandsjökull bráðnar sex sinnum hraðar en 1980
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir

Sprengjuárásir á kirkjur og hótel: Að minnsta kosti 137 látnir og yfir 150 særðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi

Eitt kjaftshögg var nóg: Árásarmaðurinn sendur í 10 ára fangelsi eftir að nýju lögin tóku gildi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“

Sex ára drengur lét lífið vegna halógen peru – „Ég man eftir að öskra á hjálp út á götu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu

Réðust á 14 ára einhverfan dreng til að kenna honum lexíu