fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Borða þvottavélar sokka? Af hverju týnist annar sokkurinn úr pari svo oft?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 16:05

Þessir eru ekki stakir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við að ótrúlega oft týnast sokkar og þá yfirleitt annar sokkurinn úr pari frekar en parið sjálft. Þetta hefur í för með sér að margir eiga fullt af stökum sokkum sem passa bara engan veginn saman og því erfitt að nota, að minnsta kosti utan heimilisins.

Norska ríkisútvarpið leitaði nýlega svara við þessu hjá talsmanni Bosch raftækjaframleiðandans. Þar fengust þau svör að það megi alveg segja að þvottavélar borði stundum sokka. Það sé vel þekkt vandamál að litlir barnasokkar týnist í þvottavélum því þeir endi á milli gúmmísins og tromlunnar. Þó séu líkurnar á að þetta gerist í dag minni en áður þar sem minna bil sé nú á milli gúmmísins og tromlunnar en áður.

En hvað varðar fullorðinssokka liggur sökin ekki hjá þvottavélum og er fólki ráðlagt að leita undir rúmum, í pokum og undir þvottavélum sínum.

Síðan er auðvitað hægt að grípa til ýmissa ráða til að tryggja að sokkar týnist síður í þvotti. Það er til dæmist hægt að festa pör saman með öryggisnælum nú eða jafnvel með því að þræða þau saman ef fólk nennir og hefur tíma til.

Svo er auðvitað hægt að setja sokka í netapoka, eins og eru notaðir þegar brjóstahaldarar með spöng eru þvegnir, en þá ættu þeir ekki að sleppa í burtu eða týnast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu