fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

„Skrímslið frá Worcester“ verður látið laust – Mikil reiði vegna málsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 06:01

David McGreavy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynslulausnnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að láta eigi David McGreavy, 67 ára, lausan úr fangelsi en hann hefur setið í fangelsi síðan 1973.  McGreavy hefur verið nefndur „Skrímslið frá Worcester“. Ákvörðunin um lausn hans hefur vakið upp mikla reiði á Bretlandseyjum og fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið undanfarnar klukkustundir.

McGreavy myrti þrjú lítil börn, systkin, föstudaginn 13. apríl 1973. Börnin voru níu mánaða, tveggja og fjögurra ára. Morðin voru hrottaleg. Þegar hann hafði myrt börnin misþyrmdi hann líkum þeirra og festi á girðingarstaura við heimili þeirra.

Eftir að hann kom fyrir nefndina komst hún að þeirri niðurstöðu að samfélaginu stafi ekki lengur hætta af honum.

Mirror hefur eftir móður barnanna, Elsie Urry 68 ára, að hún sé mjög reið vegna þessarar ákvörðunar enda hafi henni verið sagt að McGreavy myndi aldrei verða frjáls maður.

„Hann setti börnin mín á staura, guð minn góður, hann limlesti þau og þau dóu skelfingu lostin.“

Sagði hún.

Elsie með börnum sínum.

McGreavy var 21 árs þegar hann myrti systkinin. Hann leigði þá herbergi hjá Elsie og unnusta hennar, Clive Ralph, og gætti stundum barna þeirra. Það hafði hann gert í tvö ár áður en hann myrti þau og hafði aldrei neitt komið upp á. Hann braut höfuðkúpu yngsta barnsins, skar miðbarnið á háls og kyrkti það elsta. Fyrir dómi sagðist hann hafa myrt börnin þar sem eitt þeirra hefði ekki viljað hætta að gráta.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi 1973 og var kveðið á um að hann skyldi sitja í fangelsi í 20 ár hið minnsta.

Mirror segir að í skjölum reynslulausnnefndarinnar komi fram að McGreavy hafi breyst mikið á þeim 45 árum sem hann hefur setið í fangelsi. Hann hafi öðlast sjálfsstjórn og skilji vel þann vanda sem hann hefur glímt við og hverjar orsakir hans voru. Þessar persónuleikabreytingar geri að verkum að minni líkur séu á að hann muni brjóta af sér í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“