fbpx
Þriðjudagur 26.mars 2019
Pressan

Þess vegna vill hundurinn fylgja þér á klósettið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga hund og finnst hundur vera nauðsynlegur hluti af heimilislífinu enda eru þeir yfirleitt góður félagsskapur, jafnvel of góður félagsskapur á stundum. Þeir elta gjarnan húsbónda sinn um allt og hafa oft mikinn áhuga á að fara með honum á klósettið.

En af hverju vilja hundar elta húsbónda sinn á röndum og þar með talið inn á baðherbergi. Hér er smá samantekt yfir eitt og annað sem hundar gera og hvað það þýðir.

Klassísku hundaaugun er eitthvað sem flestir kannast við. Þegar hundurinn notar þetta augnaráð er hann að sýna viðkomandi manneskju að það sé tilfinningasamband og traust þeirra á milli.

Þegar hundur færir fólki eitthvað, kemur með það í munninum, er það til að sýna viðkomandi hlutinn eða til að deila gleðinni sem hluturinn veitir hundinum.

Hundar eru góðir í að lesa í líkamstjáningu og átta sig fljótt á ef eitthvað er að húsbóndanum og vita því vel ef hann er dapur. Þeir koma því gjarnan til hans til að hugga hann.

Að hundur vilji elta þig inn á baðherbergi er góðs viti því það sýnir að hann er þér mjög náinn. Það er eðli hunda að vilja gera allt með fjölskyldu sinni og þar með talið að fara með fjölskyldumeðlimum á klósettið.

Ef hundur sleikir andlitið á þér er það til merkis um að hann sé ánægður með þig og beri góðar tilfinningar til þín. Þá slakar hundurinn einnig á við að sleikja fjölskyldumeðlim í framan.

Ef hundurinn verður æstur þegar þú kemur heim er hann að sýna gleði sína yfir að þú sért komin(n) heim.

Ef hundurinn fer upp í rúmið þitt er það af því að hann vill gjarnan koma sér eins vel fyrir og hann getur og það gerir hann alltaf. Honum finnst sérstaklega gott að skríða upp í rúm fjölskyldumeðlims því þar þekkir hann lyktina og finnur hitann frá þeim sem í rúminu er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager

Undirbúa sig undir Brexit – Milljónir klósettrúlla á lager
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur

Boeing í veseni: Flugfélagið afpantar 49 þotur