fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Pressan

Börnin fengu áfall: Forfallakennarinn rekinn

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. desember 2018 13:54

Er hann til eða ekki?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að skólayfirvöld í barnaskóla einum í New Jersey hafi brugðist skjótt við þegar forfallakennari sex ára barna við skólann tilkynnti þeim að jólasveinninn væri ekki til.

Þessi orð lét kennarinn falla í kennslustund við Cedar Hill-barnaskólann í Montville og var börnunum eðlilega mikið brugðið. Sum þeirra komu grátandi heim úr skólanum, að því er Independent greinir frá.

Allt er þetta sagt hafa byrjað þegar einn nemandi lýsti því yfir við kennarann – og bekkinn – að jólasveinninn væri sannarlega til. Kennarinn mótmælti því og útskýrði mál sitt fyrir börnunum. Ekki nóg með það heldur tilkynnti hann börnunum að Tannálfurinn og sjálf Páskakanínan væru ekki heldur til. Þá gætu hreindýr ekki heldur flogið.

Myra Sansone-Aboyoun, móðir barns í skólanum, segist hafa þurft að hugga dóttur sína eftir uppákomuna í skólanum þennan daginn. Henni hafi sjálfri verið brugðið þegar hún heyrði dóttur sína segja frá ummælum kennarans.

Michael J Raj, skólastjóri skólans, hefur beðið foreldra og forráðamenn barnanna afsökunar á framkomu kennarans. „Sem faðir fjögurra barna sjálfur er ég fullkomlega meðvitaður um það hversu alvarleg þessi orð kennarans voru,“ sagði hann meðal annars.

Forsvarsmenn skólayfirvalda í Montville sögðu að kennarinn væri ekki lengur starfandi við skólann.

Michael hvatti foreldra til að ræða við börn sín á yfirveguðum nótum um uppákomuna í skólanum. Munu flest þeirra eflaust – og vonandi – komast að því á næstu dögum að jólasveinninn er sannarlega til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir

Hún sleppti því að skoða símann fyrir svefninn: Þetta eru þær fjórar breytingar sem hún fann fyrir
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“

16 þúsund vilja láta reka kennarann: „Algjörlega ömurlegt. Hann svaraði 13 á 3 mínútum!“