fbpx
Föstudagur 19.apríl 2019
Pressan

Ratelband má ekki verða 20 árum yngri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollendingnum Emile Ratelband hefur verið meinað að skera 20 ár af aldri sínum í opinberum skráningum, en hann taldi að fyrst menn geti breytt skráðu nafni eða kyni þá ætti einnig að vera heimilt að breyta aldri.  

Ratelband vildi breyta skráðum aldri sínum til að forðast mismunun segir á vef BBC. „Við búum á tímum þar sem má breyta nafni sínu og breyta kyni. Afhverju má ég þá ekki ákveða minn eigin aldur“ spyr Ratelbrand sem telur að hann verði fyrir aldurtengdri mismunun bæði á vinnumarkaðnum og á vinsæla stefnumótaforritinu Tinder. Læknar hefðu jafnframt sagt honum að hann hefði líkama manns sem væri 20 árum yngri.  Ratelbrand taldi því að skráður aldur hans ætti að endurspegla „réttan“ aldur hans. „Þegar ég verð 49 ára, með andlitið sem ég hef, þá verð ég komin í frábæra stöðu“ og vísar hann þar til þess að fá að verða 49 ára aftur, en Ratelbrand er í dag 69 ára gamall.

Ratelband hefur verið gagnrýndur fyrir að bera baráttu sína saman við baráttu trans einstaklinga, en Ratelbrand finnst liggja í augum uppi að fyrst að í dag er heimilt að breyta skráðu nafni og skráðu kyni þá ætti mönnum að sama bragði að vera frjálst að breyta skráðum aldri sínum.

Dómstólar voru honum þó ósammála og tóku fram að mörg réttindi manna væru beintengd aldri þeirra og ef þeim væri frjálst að breyta skráðum aldri sínum gæti valdið mörgum vandamálum.  Jafnframt tók dómstóllinn fram að ekki væri lagalegur grundvöllur fyrir kröfu Ratelbands. „Herra Ratelbrand er frjálst að líða 20 árum yngri en hann er og frjálst að hegða sér í samræmi við það“ sögðu dómararnir „en að breyta löglegum skráningarskjölum myndi valda óæskilegum lagalegum og samfélagslegum flækjum.

Fyrir dómi hélt Ratelbrand því fram að skráning í fæðingarvottorði hans væru mistök, jafnvel þótt hann hefði vissulega fæðst þann dag sem þar var tilgreindur.

Dómstóllinn var sammála Ratelbrand um að aldur væri hluti af persónueinkenni einstaklinga, líkt og nafn eða kyn.  En ólíkt kyni og nafni fælist annað meira í aldri.

„Réttindi og skyldur eru beintengd aldri.“ sagði dómstóllinn og tiltók að svo dæmi væru tekin segði aldur manna til um hvort þeir mættu kjósa, giftast, drekka áfengi, aka bifreið og þar eftir götum.

Ef einstaklingum væri heimilt að skrá sig yngri en lífaldur þeirra segði til um, gæti ennfremur opnað fyrir gagnstæðan möguleika það er, að skrá sig eldri og töldu dómstólar fyrirséð að breyttar aldurskráningar myndu valda ógrynnum af lagalegum flækjum, vandamálum og veseni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum

Ein lengsta aparóla heims slitnaði með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Í gær

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“

Ríkasti maður Kína: „72 tíma vinnuvika er gjöf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar

Katie Boumann átti stóran þátt í fyrstu myndinni af svartholi – Í kjölfarið fóru netverjar að efast um verk hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu

Í mál við mömmu og pabba því þau hentu klámsafninu