fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2019
Pressan

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 08:10

Izzy sofandi í rólunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar foreldrar Izzy Fletcher voru með hana á leikvelli fyrir um ári síðan, þegar hún var tæplega tveggja ára, varð hún eins og svo oft mjög þreytt og dottaði þar sem hún sat í rólu með dúkkuna sína. Faðir hennar, Dave Fletcher, tók þá meðfylgjandi ljósmynd af henni en grunaði ekki að myndin varpaði ljósi á alvarlegt mál.

„Hún var syfjuð og sofnaði en ég hugsaði ekki svo mikið út í það. Mér fannst þetta sætt og tók myndina.“

Sagði Dave í samtali við The Sun.

„Það var ekki fyrr en eftirá sem við áttuðum okkur á að þetta var eitt einkenna sjúkdómsins og það sem ég tók mynd af sýndi alvarlegan hlut. Hún hafði verið þreytt, hafði fengið kvef og vírusa og töluvert af marblettum á fótleggina. En við tengdum þetta allt við eðlilega æsku með smá slysum og sjúkdómum.“

Sagði Dave.

Í janúar fékk Izzy útbrot og sýkingar og var að lokum lögð inn á sjúkrahús í Worcesterskíri á Englandi. Hún var síðan greind með banvænt afbrigði af hvítblæði. Hún hefur nú farið 570 sinnum í lyfjameðferð. Læknar reikna með að hún verði í meðferðum fram í maí á næsta ári.

Foreldrar hennar ákváðu að birta myndina og segja sögu sína til að vekja athygli foreldra á sjúkdómum sem þessum og hvetja þá til að fylgjast með svefnmynstri barna sinna.

Izzy fékk Cancer Research Star Award verðlaunin nýlega fyrir baráttu sína gegn þessum skelfilega sjúkdómi.

Izzy sýnir stolt verðlaunin sem hún fékk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku

Dýr mistök þjóns – Lét gest fá 700.000 króna vínflösku
Pressan
Í gær

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra

Borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu fórnarlömb nasista og jarðsettu líkamsvefi þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu

Mætti á Ferrari þegar hann sótti um fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið

Góðar fréttir fyrir kaffifólk – Getur lengt lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta

Fyrrum leiðtogi basknesku hryðjuverkasamtakanna ETA handtekinn eftir 17 ár á flótta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva

Lögreglumenn fóru um borð í skipið: Andartaki síðar byrjaði það að sökkva